4.3.04

Ekki slæmt

Smellti mér í þrek II áðan og svei mér þá ég er orðin háð helvítis hrefingunni, búin að hanga heima og skipta á kúkablejum síðustu þrjá daga og ekki komist úr húsi svo það var fínt að svitna eins og mofo í pallaleikfimi og spinning...

Annars fór ég svo í klippingu í dag, orðin vel breið rótin.. Hárgreiðsludaman vildi fara út í rokkarabreytingar á hausnum á mér.. sítt öðru megin og stutt hinum megin.. og toppinn þvers og kruss skakkt og sítt og stutt.... En ég hélt nú ekki, ekki alveg sami vorfílingsrokkarahugur kominn í mig svo ég passaði á þetta nýja útlit og er sama lumman fyrir vikið...... Annars átti mamma það áðan " hmm já þetta er sankölluð tískuklipping" Bara diss í kellingunni enda hún mun meiri gella en ég verð nokkurn tímann:-) Gaman að því.....

Jæja ætla að henda mér í sturtu fyrst litli sjúklingurinn minn sefur:-)

Bara tveir dagar í rokk og skvízudag, hlakka mikið til!!

Engin ummæli: