9.3.04

Bindindi

Nú er mikið í tísku að fara í allskyns bindindi... Nammibindindi (eitthvað sem mér tókst að halda út í tæplega tvö ár) Geðveik ég veit! Djammbindindi, eitthvað sem ég hef aldrei farið í enda ekki haft mikið samviskubit yfir því djammi sem ég hef djammað (enda aldrei verið mikið fyrir það:-) Áfengisbindindi eitthvað sem ég hef aldrei beint ákveðið sjálf, þó svo að eins og ein meðganga hafi sett örlítið stopp á drykkju sem var að sjálfsögðu eðlileg og jákvæð þróun....Nú kynlífsbindindi er eitthvað sem ég hef staðið mig sérstaklega vel í mér til ómældrar ánægju.... en nú er ég komið með rétta bindindið þeas PENINGAeyðslubindindið nú er semsagt málið hjá mér að eyða ekki neinum pening í viku... og ef ég brýt bindindið þarf ég að borga tvöfalda þá upphæð inn á reikning sem einhver annar á!!! Datt í hug að hafa það minn reikning en þá yrðið það eiginlega hvati til að eyða!! Skilja þeir sem skilja... Suussss góð pæling í gangi hjá mér!! Svo nú er bara að fara að setja sig í betlgírinn, einhver sem vill mig í mat!! Ég er matgrönn með meiru:-)

Engin ummæli: