Held að menn séu að tapa sér hjá flugfélaginu, um daginn fékk ég mail og í hausnum stóð "Hadda, konan getur verið ein og notið sín" verið var að bjóða fáránlega lágt verð til London, já já OK minnið mig á að ég þarf endilega að fara að drífa mig... og njóta mín!! Svo núna "Dillaðu bossanum fyrir færri krónur" eitthvað furðulega lágt verð til að komast á skíði......
Ég verððð að fara að drulla mér til útlanda og það fer ótrúlega í taugarnar á mér að I. express skuli bara fljúga til Danmerkur, sem er boring og til Bretlands, þar sem ég myndi sjálfsagt þurfa að smella mér í enn einn tilfinningapakkann.... Iss piss ég verð bara að skella mér til minnar uppáhaldsborgar Budapest!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli