2.3.04

Apótek

Skrapp í apótek í dag sem er ekki í frásögu færandi þar sem litli sonur minn er fárveikur og þurfti hitastillandi lyf... Nú ég ákvað semsagt að kaupa öll þau smyrsl, stíla, töflur og verkjalyf sem mér hefur vantað en ekki keypt vegna fjárkorts og byrjaði að þylja upp þær vörutegundir sem mér vantaði, ég var orðin frekar vandræðaleg og viss um að konan héldi að ég væri helsýkt með sjúkdóma á lokastigi... Þegar inn kemur kona og biður um lúsapúður fyrir hesta!!! Ég leit ekki út fyrir að vera vitund fáránleg miðað við hana... EN það besta var að helvítis púðrið var uppselt.......

Engin ummæli: