allltaf góður!! Enn og aftur er ég orðinn fangi letinnar miklu, kemur reyndar oft í kjölfar erfiðra helga en svona er nú víst lífið. Árshátiðin var vel heppnuð og kynnar kvöldsins Sveppi og Auddi áttu góða spretti. Diddú söng eins og engill, rektor tókst að drulla yfir mig í stuttri ræðu (já gott á mig ég veit) og borðfélagar mínir voru eins skemmtilegir og maður getur hugsað sér!! Hinsvegar heltók mig einhver sú mesta syfja sem ég hef lentí á balli, veit ekki hvort það var ginið
í vatnsglasinu sem var í fordrykk, eða baiylísinn sem við Sævar fengum okkur eftir aðra ferð upp stigann... Allavega var daman komin undir sæng klukkan hálftvö og rak upp öskur klukkan svona fimm þegar ég fann að ég var ekki ein í rúminu... Lá þá ekki minn elskulegi maki frá Rvk þarna í sakleysi sínu en ég var ekki vör við neitt uppískrið enda var lýsingin á mér að ég hefði verið eins og dautt kjötstykki sem bærði ekki á mér þegar ég fékk (óvart) spark í mig...
Sunnudagurinn varð því laus við alla timburmenn og ég vatt mér í sund´og synti eins og Keikó heitinn, borðaði góðann mat og ís og átti quality time með familíunni......
Jæja best að fara að hundskast til að gera eitthvað.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli