28.3.04

Eitt stig

Já úrslit MORFÍS í ár voru æðisgengin. Og ég ku vera konan sem MH-ingar hata. Ekki gott mál það. Ég var eini dómarinn sem dæmdi versló sigur og það heil 17 stig (að mig minnir) sem er náttúrulega ekki neitt, hinir dómararnir tveir dæmdu MH sigur nokkur stig hvor og þegar refsistig komu inní leikinn var staðan þessi 1 stig og verzló vann. Nú eru margir pottþéttir á því að ég hati MH og hafi flogið suður gagngert þeim þeim tilgangi að koma í veg fyrir sigur MH-inga- Sem er náttúrulega kolrangt. Ég er ekki svo heimsk að ég sé að dæma ræðukeppni og búin að ákveða fyrirfram hver vinnur og afhverju ætti mér líka ekki að vera sama!! Eftir keppnina vissi enginn dómaranna hvaða lið var að vinna keppnina. Hæst dæmdi ræðumaður kvölsins hjá mér var Atli Bollason úr MH við vorum tvö sem dæmdum hann hæstan en ræðumaður Íslands varð engu að síður stuðningsmaður Verzló. Atli Bollason er ákaflega sjarmerandi ræðumaður, en hinsvegar var það meðmælandi HM sem stóð sig ekki eins vel í fyrri umferð og þ.a.l dæmdi ég hann ekki mjög hátt fyrir sína ræðu. Keppnin var hnífjöfn og eitt stig segir allt segja þarf. Mér er alveg nákvæmlega sama hvort lið verzló eða MH hampaði titlinum, nákvæmlega sama! Ég óska verzlingum og MH-ingum til hamingju með glæsilega ræðukeppni, einhverja þá glæsilegustu sem ég hef orðið vitni að...

Engin ummæli: