31.3.04
Brostu
Djöfull þoli ég ekki þegar allt gengur á afturfótunum og maður er kannski ekkert ógeðslega hress, þegar einhver sem þekkir mann ekki neitt segir manni að brosa!!!!!!!!!!!!!!!!
29.3.04
kRAFTAVERK
tÖLVAN MÍN LIFNAÐI VIÐ..... nÚ ER BEST AÐ GERA TILRAUN TIL AÐ TENGJA PRENTARANN MINN NÝJA, SKANNAN OG LJÓSRITUNARVÉLINA...
Bloddí mondei
Júbbídískúbbb lokaverkefnið miðar til helvítis, en lítum á björtu hliðarnar þegar við náum botninum í ruglinu þá er leiðin einungis uppá við....
Tölvan mín er ónýt sem þýðir að ég get ekki verið heima hjá mér á kvöldin!! Ef einhver vill lána mér tölvu í svona fjórtán daga!!! Væri það gríðarlega vel þegið:-) Foreldar mínir hafa semsagt þurft að þola mig síðustu daga og spurning hvort að MH-ingurinn sem hringdi heim til þeirra í gærkvöldi í "annarlegu" ástandi og vildi ræða við mig úrslit MORFÍS hafi vitað það líka... usss að fólk skuli halda að ég hafi einhvað rosalega á móti einhverjum framhaldsskóla í Reykjavík. 'Eg ber hreinlega engar tilfinningar til einhverra menntastofnana og gæti ekki verið meira sama hver vinnur MORFÍS eða Gettu betur, get reyndar ímyndað mér að það sé viðbjóður að tapa MORFÍS með einu stigi og vera þremur stigum frá því að vera Ræðumaður 'Islands, en það er nú samt líf eftir MORFÍS. Ég á vini sem hafa verið í MH, Verzló, MR og flest öllum þessum skólum og jahérna ef ég á að fara að halda með einhverjum framhaldsskóla af lífi og sál þá er eitthvað að mér! Ég er 26 ára, í háskólanámi og sennilega að vaxa uppúr framhaldsskólarígnum.... Vona bara að hressi MH-ingurinn lesi bloggið mitt, því nóg er drullað yfir mig á bloggsíðum þeirra svo þeir séu nú ekki að trufla aldraða foreldra mína....
Jæja bakk tú vork.... það er víst nó að gera, hlakka til að hitta alla 13. maí:-)
Tölvan mín er ónýt sem þýðir að ég get ekki verið heima hjá mér á kvöldin!! Ef einhver vill lána mér tölvu í svona fjórtán daga!!! Væri það gríðarlega vel þegið:-) Foreldar mínir hafa semsagt þurft að þola mig síðustu daga og spurning hvort að MH-ingurinn sem hringdi heim til þeirra í gærkvöldi í "annarlegu" ástandi og vildi ræða við mig úrslit MORFÍS hafi vitað það líka... usss að fólk skuli halda að ég hafi einhvað rosalega á móti einhverjum framhaldsskóla í Reykjavík. 'Eg ber hreinlega engar tilfinningar til einhverra menntastofnana og gæti ekki verið meira sama hver vinnur MORFÍS eða Gettu betur, get reyndar ímyndað mér að það sé viðbjóður að tapa MORFÍS með einu stigi og vera þremur stigum frá því að vera Ræðumaður 'Islands, en það er nú samt líf eftir MORFÍS. Ég á vini sem hafa verið í MH, Verzló, MR og flest öllum þessum skólum og jahérna ef ég á að fara að halda með einhverjum framhaldsskóla af lífi og sál þá er eitthvað að mér! Ég er 26 ára, í háskólanámi og sennilega að vaxa uppúr framhaldsskólarígnum.... Vona bara að hressi MH-ingurinn lesi bloggið mitt, því nóg er drullað yfir mig á bloggsíðum þeirra svo þeir séu nú ekki að trufla aldraða foreldra mína....
Jæja bakk tú vork.... það er víst nó að gera, hlakka til að hitta alla 13. maí:-)
28.3.04
Eitt stig
Já úrslit MORFÍS í ár voru æðisgengin. Og ég ku vera konan sem MH-ingar hata. Ekki gott mál það. Ég var eini dómarinn sem dæmdi versló sigur og það heil 17 stig (að mig minnir) sem er náttúrulega ekki neitt, hinir dómararnir tveir dæmdu MH sigur nokkur stig hvor og þegar refsistig komu inní leikinn var staðan þessi 1 stig og verzló vann. Nú eru margir pottþéttir á því að ég hati MH og hafi flogið suður gagngert þeim þeim tilgangi að koma í veg fyrir sigur MH-inga- Sem er náttúrulega kolrangt. Ég er ekki svo heimsk að ég sé að dæma ræðukeppni og búin að ákveða fyrirfram hver vinnur og afhverju ætti mér líka ekki að vera sama!! Eftir keppnina vissi enginn dómaranna hvaða lið var að vinna keppnina. Hæst dæmdi ræðumaður kvölsins hjá mér var Atli Bollason úr MH við vorum tvö sem dæmdum hann hæstan en ræðumaður Íslands varð engu að síður stuðningsmaður Verzló. Atli Bollason er ákaflega sjarmerandi ræðumaður, en hinsvegar var það meðmælandi HM sem stóð sig ekki eins vel í fyrri umferð og þ.a.l dæmdi ég hann ekki mjög hátt fyrir sína ræðu. Keppnin var hnífjöfn og eitt stig segir allt segja þarf. Mér er alveg nákvæmlega sama hvort lið verzló eða MH hampaði titlinum, nákvæmlega sama! Ég óska verzlingum og MH-ingum til hamingju með glæsilega ræðukeppni, einhverja þá glæsilegustu sem ég hef orðið vitni að...
27.3.04
Júbb
Mín er í borg óttans, lifði nóttina af og þurfti ekki að fara heim með sjúkraflugi.... ég er hinsvegar á leiðinni heim með flugi klukkan fimm og hlakka til... P.S Kristjana ég kem með prentara!!!
25.3.04
Heimasíminn minn
er ónýtur, át off ðe blú......
Tölvan mín er ónýt, og mér þykir slæmt ef það á að kosta mig 90.000 að ná myndunum af syni mínum úr tölvunni......
'Eg er því ein uppí skóla að klára þetta helvítis verkefni og þarf að sofa á svefnsófa í nótt....
Kannski eins gott að síminn minn er bilaður því ekki myndi ég vilja tala við sjálfan mig í síma ef ég kæmist hjá því...... það verður drukkinn bjór á morgunn nokkrir baukar
Tölvan mín er ónýt, og mér þykir slæmt ef það á að kosta mig 90.000 að ná myndunum af syni mínum úr tölvunni......
'Eg er því ein uppí skóla að klára þetta helvítis verkefni og þarf að sofa á svefnsófa í nótt....
Kannski eins gott að síminn minn er bilaður því ekki myndi ég vilja tala við sjálfan mig í síma ef ég kæmist hjá því...... það verður drukkinn bjór á morgunn nokkrir baukar
Afturganga
Ég bíð bara eftir því að ég fari að ganga aftur á bak, líf mitt er svo ekki að ganga straigt forward þessa dagana... á ekki til orð í eigum minni um hrakfarir mínar!
24.3.04
Draumaprinsinn
úff ég sá draumaprinsinn í dag, hann er sko drop dead....... mhmhmhm bjargaði alveg vikunni viðbjóðslegu og það sem meira er ég held að örlögin hagi því þannig að ég muni rekast á hann innan tíðar, suuussss etta er rosalegt...
Svo fékk ég e-mail frá ekki draumaprinsinum það var svosem ágætt líka....
By the way, G.T.C er ekki draumaprinsinn:-)
Svo fékk ég e-mail frá ekki draumaprinsinum það var svosem ágætt líka....
By the way, G.T.C er ekki draumaprinsinn:-)
Fegurðarsamkeppnir
Allý skrifar á blogginu sínu um fegurðarsamkeppnir, ég er henni sammála í einu og öllu í þessum pistli hefðir nánast haldið að ég hefði skrifað hann sjálf... en ég hef eitt við hann að bæta. Stelpurnar í fegurðarsamkeppni Norðurlands, ER ÞETTA djók... Er ekki spurning um að bara sleppa þessu ef það eru engir keppendur til að taka þátt sem eiga einhvern sjens.. díses kannski eru þetta svona öfgalélegar myndir ég vona það allavega!
23.3.04
Ég er 26 ára
og ég hef nú kynnst þeirri allra leiðinlegustu mannpöddu sem ég hef hitt um ævina. Ég tel nú að bloggsíður séu ekki staðurinn til að vera með neitt skítkast en ég get var hamið mig, ég er að kafna úr viðbjóði. Takk fyrir.
22.3.04
eeehemmmmm
Ég snappaði í skódeild hagkaups, keypti mér sumarskó með teiknimynda
fígúrum á...... úfff þetta er hörmulegasti dagurinn á árinu.....til þess, sjáum til með morgundaginn......
fígúrum á...... úfff þetta er hörmulegasti dagurinn á árinu.....til þess, sjáum til með morgundaginn......
?
Hvernig er þetta með hitastigið í munninum á manni. Er það breytilegt, ef manni er kallt á tánum er hitastigið þá lægra í munninum? Manni er sjaldan kallt í munninum!Æi var bara aðeins að spá. Ok ég er hrottalega á barmi þess að klikkast og þá fer maður að hugsa skringilega....
Afmæli
Kjartan Smári minn elskulegi vinur á afmæli í dag. Drengurinn góði er nýkominn heim úr Indlandshafnu þar sem hann hefur sjálgsagt skemmt sér og öðrum vel eins og honum einum er lagið. Kjartan er einn af þessum perlum sem maður finnur á lífsleiðinni, ég er glöð með það og hlakka til að heyra ferðasöguna yfir einu rauðvínsglasi...eða tveimur.
Knús og kossar til þín og kvennana þinna!!
Knús og kossar til þín og kvennana þinna!!
21.3.04
Er
að hugsa um að skella mér á jesúmyndina á föstudaginn. Ætli ég fái ekki frítt inn, búin að syngja í kirkjukórnum í 10 ár! Þá vantar mér bara einhvern með mér......anyone!
Ég veit ekki afhverju?
en mér finnst einhvurnveginn að ég innan stétta eins og lögreglunnar og prestastéttarinnar eigi ekki að vera neinir drullusokkar... En það er víst ógerlegt, drullusokkarnir eru allsstaðar vel sprækir.
Hreiðar Nói
er kominn með ógeð á móður sinni. Lái honum hver sem vill... ég get svo sem alveg skilið þetta attitjúd.
Rjóðrið
Tek ofan fyrir Kára Stefánssyni í Íslenskri erfðagreiningu. Velferðarsjóður barna afhenti ríkinu í gær, heimili fyrir langveik börn. Rjóðrið. Algjörlega frábært fyrir þessi veiku börn og djölskyldur þeirra. Þarna geta 40-50 börn dvalið í lengir eða skemmri tíma. Erfðagreining kostaði uppbyggingu á húsinu og tækjakaup og ríkið ætlar svo að reka húsið. Þetta ættu önnur stórfyrirtæki á Íslandi að taka sér til fyrirmyndar. Magnað!
Sjálfsánægja
Sonur minn hefur mjög gaman af því að dansa og spegla sig. Það hlýtur hann að hafa frá föður sínum, því þeir sem mig þekkja vita að ég dansa helst ekki og spegla mig alls ekki!
20.3.04
ÚT......
Jæja þetta ástand sem búið er að ríkja hér á heimilinu síðustu daga má sko alveg fara að taka enda.... Síðan síðasta sunnudag er ég búin að fara þrisvar sinnum út (utan við þrjár ferðir til lækna) tvisvar í Nettó og einu sinni í skólann til að flytja verkefni... Ég er að deyja úr súrefnisskorti, mig langar á skíði, út að hlaupa, eða í hjólatúr, göngutúr eða bara hreinlega leggja mig útí garði. Hinsvegar þarf ég að setja í svona 5 þvottavélar, klára skattaskýrsluna, skúra yfir gólfin, þurrka af og elda einhvern hollan kvöldmat fyrir krílið... Ég er á skjön við skyldurnar, hef mig ekki í enn eina verkefnahrynuna. Það á að skila lokaverkefninu eftir 40 daga. Ég hefði kannski frekar átt að gera lokaverkefni tengt bloggi, hvort að bloggsíður eru farnar að hafa áhrif á afköst á vinnustöðum og á móral innan starfsmannadeilda! Já hefði verið hugmynd en of seint. Best að drattast niðrí þvottahús og reyna að gera svo eitthvað sem skiptir máli.
19.3.04
Fimm ár
síðan við vorum í hléi í háskólabíói þegar við gerrústuðum MORFÍS. Þann dag át ég einn bita af flatköku og hvítlauksrif í massavís. Enda gekk það eftir sem MH-ingarnir sögðu. Hungur skerpir andann. Þeir flöskuðu á þessu, átu yfir sig og köfnuðu.
Stelpur! Sigurandinn hefur sennilega verið með okkur í gær þegar gamli ræðuskörungurinn ég tók til máls.......
Stelpur! Sigurandinn hefur sennilega verið með okkur í gær þegar gamli ræðuskörungurinn ég tók til máls.......
RÚV
Djöfulli viðbjóðslega sýnir RÚV alltaf ógeðslega leiðinlegar disney-myndir á föstudagskvöldum. Viss um að drykkja myndi stórminnka um helgar ef RÚV-arar myndu taka sig saman í andlitinu.....
Var að fá sms
"Hæ, værir þú til í að vera í sambandi við 17 ára stelpu á ísó, sem vantar alanon stuðning. Díana"
Hver er Díana?
Hvað er alanon stuðningur?
Hver er Díana?
Hvað er alanon stuðningur?
Tíminn líður hratt II
Sonur minn er NÍU mánaða í dag... Hann situr hérna á gólfinu og er að leika sér, með hor og astma....... búinn að kúka á sig svo ilmurinn fyllir loftið fínni angann.
Tíminn líður hratt
5. maí - Áætlanagerð 9-12
7. maí - Markaðsfræði II 9-12
7. maí - Aðgerðargreining 14-17
13. maí - Kostnaðarbókhald 9-13
12. júní útskrift
17. júní Slóvenía
Fínt að hafa þetta svona svart á hvítu, kannski það komi manni til að læra heima...... Get ekki beðið eftir 13.maí
7. maí - Markaðsfræði II 9-12
7. maí - Aðgerðargreining 14-17
13. maí - Kostnaðarbókhald 9-13
12. júní útskrift
17. júní Slóvenía
Fínt að hafa þetta svona svart á hvítu, kannski það komi manni til að læra heima...... Get ekki beðið eftir 13.maí
18.3.04
Rippoff
Fór í apóteki í dag fyrir litla manninn minn sem er sjárþjáður... Ég kom út með hvítann HALDAPOKA, ekkert svona lítinn sætann apótekspoka, af lyfjum handa barninu og borgaði ekki nema 8000 kall fyrir góssið!! Þetta er þriðja tilraun þessi lyf virðast alls ekkert virka neitt og ég er u.þ.b 20.000 krónum fátækari.
Ætla nú samt ekkert að vera að íþyngja lesendum mínum, svona er bara lífið...
Við mössuðum verkefnið, gekk bara vel, þar til ég fór úr skólanum, ekki búin að sofa neitt (sjá fyrri færslur) og kasta mér óvart niður steintröppurnar og smell á flísunum, það var ekki gott... en það er enn verra núna, hnén á mér eru marin í köku og þar sem ég er ekki í léttara lagi er vont að standa í fæturnar...... OMG ég er farin að sofa, hrjót, geis og ´dreymi alla fallega.....
Ætla nú samt ekkert að vera að íþyngja lesendum mínum, svona er bara lífið...
Við mössuðum verkefnið, gekk bara vel, þar til ég fór úr skólanum, ekki búin að sofa neitt (sjá fyrri færslur) og kasta mér óvart niður steintröppurnar og smell á flísunum, það var ekki gott... en það er enn verra núna, hnén á mér eru marin í köku og þar sem ég er ekki í léttara lagi er vont að standa í fæturnar...... OMG ég er farin að sofa, hrjót, geis og ´dreymi alla fallega.....
BKI virkar
Jæja þá er búið að prenta verkefnið og græja kynninguna, ekki seinna vænna þar sem kynningin er klukkan 11 og klukkan er að verða átta..... Við vorum að í alla nótt , stelpurnar nýfarnar útúr dyrunum og ég er búinn að sofa í tvo tíma síðan ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn.. já og nú er kominn fimmtudagur! Fínt úthald það.. En nú er best að fara að flikka aðeins uppá útlitið til að eiga sjens á að selja hugmyndina..... Skál fyrir því líka að mjöööögg bráðlega er einum kúrs færra í átt að takmarkinu..
Skál stelpur fyrir eðalsamvinnu..... og skýr markmið!:-) kmús
Skál stelpur fyrir eðalsamvinnu..... og skýr markmið!:-) kmús
17.3.04
spáiðíða
síðan á sunnudag, hef ég farið tvisvar út úr húsi, einu sinni í Bónus og einu sinni uppá slysó.... Fjölbreytilegt líf eins og sést á blogginu. En ef þið bara vissuð hvað ég hef verið að brasa hheheheh.
LÆKNATRUNTUR II
"Villtu ekki bara gefa honum kók, bara hrista það svolítið svo gosið fari úr!!!"" Akkúrat :-) hann er NÍU mánaða.. Best að panta pizzu og kók og leigja handa honum góða klámmynd, hann væri vís með að hressast!
16.3.04
Læknatruntur
Þessi andskotans læknatruntustétt fær sko mína fyrstu falleinkunn. Djöfulsins vanhæfni í mannlegum samskiptum. Það er sko ekki að gamni mínu að ég hringi um nótt að fá ráðleggingar hjá vaktlækni sem er á vaktinni 24 tíma sólarhringsins og sko alls ekki á neinum skítalaunum. Það mætti halda að ég hefði truflað manninn í miðjum klíðum.... Argg þurrprumpuandskotansmannaumingji og já ég er reið og þreytt í senn en meina sko allt sem hér er skrifað. Takk fyrir.
GMG
ég verð svona líka hyper af BKI kaffi, er hreinlega að missa mig í verkefni dauðans en það er svo skemmtilegt að það er OK. Við mössumetta...... Bara aðeins að reyna að róa mig með því að blogg eilítið...
PS. Gott fólk ekkert vera að missa ykkur í kommentunum, lesið bara bloggið mitt í felum.....
PS. Gott fólk ekkert vera að missa ykkur í kommentunum, lesið bara bloggið mitt í felum.....
15.3.04
klukkan
er að verða hálfþrjú að nóttu, ég var að senda það lengsta e-mail sem ég hef skrifað lengi og þegar mér liggur mikið á hjarta gleymi ég vanalega þriðja hverju orði sem er ekkert spes... sérstaklega í prófum þá er eins og maður sér frekar heimskur..... en skittir hreinlega ekki máli.. Lifi verkefnavinna. GN.
jæja
Þá sit ég heima og pikka á tölvuna, búin að koma mér vel fyrir í lazy-inum og horfi á menntskælingana og fleiri hópa rölta niðrí Brynju.... Djöfull sem maður gat tuðað hvern kennarann á fætur öðrum niður í Brynju í skítakulda og viðbjóði.... Annars er ég að læra, eða að minnsta kosti að reyna mitt besta:-) meðan vinurinn minn sefur...Jú jú rétt í þessu var sennilega hópur X-ara að fara aftur í skólann...
Annars var ég nú svona að spá með vinnu í sumar, hvort maður ætti nú ekki að drullast til að sækja um einhversstaðar, kannski að útbúa ferilskrá:-) Það hef ég nú aldrei gert.... allar ábendingar um gott djobb, þ.e.a.s sveigjanlegan vinnutíma, góð laun og ógisslega skemmtilegt samstarfsfólk vel þegnar!! Þá á ég semsagt ekki við Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar!!
Jæja best að hætta að blogga!
Annars var ég nú svona að spá með vinnu í sumar, hvort maður ætti nú ekki að drullast til að sækja um einhversstaðar, kannski að útbúa ferilskrá:-) Það hef ég nú aldrei gert.... allar ábendingar um gott djobb, þ.e.a.s sveigjanlegan vinnutíma, góð laun og ógisslega skemmtilegt samstarfsfólk vel þegnar!! Þá á ég semsagt ekki við Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar!!
Jæja best að hætta að blogga!
14.3.04
Litla barnið mitt góða
er orðinn lasinn "again" það er erfitt að eiga veikan snúlla og erfitt að horfa uppá lítinn strák hósta eins og gamlann mann, með hor og blaut augu... Ég væri samt alveg til í að næstu fjóra mánuðina yrði veikindum útrýmt....
Vinir & vinkonur
Jáhérna hér, ef að ég á ekki þá allra bestu vinkonu sem hugsast getur þá veit ég ekki hvað... Ég var að koma heim eftir erfiðan dag og vinkonan sú fær töluvert mörg rokkprik fyrir daginn í dag... huuuhummmm takk fyrir takk!!
Annars hef ég aðeins pælt í svona vina-vinkonustandi uppá síðkastið, ég hef alltaf átt og á góða vini, kannski engann her, en góða vini og svo kunningja þar tel ég vera stór munur á sko... En ég hef aldrei skilið þennan rifrilda, niðurrifsmóral innan vinahópa, ef maður á vini er maður vinur þeirra no matter.. nema eitthvað BIG komi uppá, en sumir virðast alltaf vera uppá kant við vini sína kunningja. Aldrei skilið svoleiðis bras enda drulluþreytandi ástand.
Annars hef ég aðeins pælt í svona vina-vinkonustandi uppá síðkastið, ég hef alltaf átt og á góða vini, kannski engann her, en góða vini og svo kunningja þar tel ég vera stór munur á sko... En ég hef aldrei skilið þennan rifrilda, niðurrifsmóral innan vinahópa, ef maður á vini er maður vinur þeirra no matter.. nema eitthvað BIG komi uppá, en sumir virðast alltaf vera uppá kant við vini sína kunningja. Aldrei skilið svoleiðis bras enda drulluþreytandi ástand.
13.3.04
Ef
ég vissi ekki betur, héldi ég að ég ætti ekki baun í honum Hreiðari Nóa, krakkinn er svo góður að ég er hissa hvern einasta dag... Kannski ég hefi farið heim með vitlausan dreng af fæðingardeildinni!
!
ER einhver heppinn þarna úti sem getur passað litla manninn minn á morgun frá hádegi í svona þrjá tíma.....
11.3.04
Ekki að gera sig
Sjæt, pizzur, franskar, rauðvín, kók, súkkulaðikúlur, kartöfluflögur, apollolakkrís... ég er semsagt í hópavinnu dauðans og jeminn eini hvað það er gaman.... ekkert stress bara kjaft og slúður um allt og ekkert.... ég þyrfti nauðsynlega að komast í ÞREK VIII til að hrista þennan viðbjóð af mér og hver veit nema að ég skelli mér fyrir MATARboðið sem ég er á leið í.......Nammi Selma mín er sko ekki beint að klikka.....
Verð víst að fara að ná í prinsinn minn...
Ps. ég held að það sé maður með áráttuhegðun eða þráhyggju að sópa götuna mína, hann var að fara framhjá í svona sextugasta skipti á einhverjum bílsóp, nei annars sextugastaogfyrstaskipti.........rétt í þessu
Verð víst að fara að ná í prinsinn minn...
Ps. ég held að það sé maður með áráttuhegðun eða þráhyggju að sópa götuna mína, hann var að fara framhjá í svona sextugasta skipti á einhverjum bílsóp, nei annars sextugastaogfyrstaskipti.........rétt í þessu
10.3.04
9.3.04
Bindindi
Nú er mikið í tísku að fara í allskyns bindindi... Nammibindindi (eitthvað sem mér tókst að halda út í tæplega tvö ár) Geðveik ég veit! Djammbindindi, eitthvað sem ég hef aldrei farið í enda ekki haft mikið samviskubit yfir því djammi sem ég hef djammað (enda aldrei verið mikið fyrir það:-) Áfengisbindindi eitthvað sem ég hef aldrei beint ákveðið sjálf, þó svo að eins og ein meðganga hafi sett örlítið stopp á drykkju sem var að sjálfsögðu eðlileg og jákvæð þróun....Nú kynlífsbindindi er eitthvað sem ég hef staðið mig sérstaklega vel í mér til ómældrar ánægju.... en nú er ég komið með rétta bindindið þeas PENINGAeyðslubindindið nú er semsagt málið hjá mér að eyða ekki neinum pening í viku... og ef ég brýt bindindið þarf ég að borga tvöfalda þá upphæð inn á reikning sem einhver annar á!!! Datt í hug að hafa það minn reikning en þá yrðið það eiginlega hvati til að eyða!! Skilja þeir sem skilja... Suussss góð pæling í gangi hjá mér!! Svo nú er bara að fara að setja sig í betlgírinn, einhver sem vill mig í mat!! Ég er matgrönn með meiru:-)
8.3.04
Mánudagur...
allltaf góður!! Enn og aftur er ég orðinn fangi letinnar miklu, kemur reyndar oft í kjölfar erfiðra helga en svona er nú víst lífið. Árshátiðin var vel heppnuð og kynnar kvöldsins Sveppi og Auddi áttu góða spretti. Diddú söng eins og engill, rektor tókst að drulla yfir mig í stuttri ræðu (já gott á mig ég veit) og borðfélagar mínir voru eins skemmtilegir og maður getur hugsað sér!! Hinsvegar heltók mig einhver sú mesta syfja sem ég hef lentí á balli, veit ekki hvort það var ginið
í vatnsglasinu sem var í fordrykk, eða baiylísinn sem við Sævar fengum okkur eftir aðra ferð upp stigann... Allavega var daman komin undir sæng klukkan hálftvö og rak upp öskur klukkan svona fimm þegar ég fann að ég var ekki ein í rúminu... Lá þá ekki minn elskulegi maki frá Rvk þarna í sakleysi sínu en ég var ekki vör við neitt uppískrið enda var lýsingin á mér að ég hefði verið eins og dautt kjötstykki sem bærði ekki á mér þegar ég fékk (óvart) spark í mig...
Sunnudagurinn varð því laus við alla timburmenn og ég vatt mér í sund´og synti eins og Keikó heitinn, borðaði góðann mat og ís og átti quality time með familíunni......
Jæja best að fara að hundskast til að gera eitthvað.....
í vatnsglasinu sem var í fordrykk, eða baiylísinn sem við Sævar fengum okkur eftir aðra ferð upp stigann... Allavega var daman komin undir sæng klukkan hálftvö og rak upp öskur klukkan svona fimm þegar ég fann að ég var ekki ein í rúminu... Lá þá ekki minn elskulegi maki frá Rvk þarna í sakleysi sínu en ég var ekki vör við neitt uppískrið enda var lýsingin á mér að ég hefði verið eins og dautt kjötstykki sem bærði ekki á mér þegar ég fékk (óvart) spark í mig...
Sunnudagurinn varð því laus við alla timburmenn og ég vatt mér í sund´og synti eins og Keikó heitinn, borðaði góðann mat og ís og átti quality time með familíunni......
Jæja best að fara að hundskast til að gera eitthvað.....
7.3.04
5.3.04
Iceland express
Held að menn séu að tapa sér hjá flugfélaginu, um daginn fékk ég mail og í hausnum stóð "Hadda, konan getur verið ein og notið sín" verið var að bjóða fáránlega lágt verð til London, já já OK minnið mig á að ég þarf endilega að fara að drífa mig... og njóta mín!! Svo núna "Dillaðu bossanum fyrir færri krónur" eitthvað furðulega lágt verð til að komast á skíði......
Ég verððð að fara að drulla mér til útlanda og það fer ótrúlega í taugarnar á mér að I. express skuli bara fljúga til Danmerkur, sem er boring og til Bretlands, þar sem ég myndi sjálfsagt þurfa að smella mér í enn einn tilfinningapakkann.... Iss piss ég verð bara að skella mér til minnar uppáhaldsborgar Budapest!!!
Ég verððð að fara að drulla mér til útlanda og það fer ótrúlega í taugarnar á mér að I. express skuli bara fljúga til Danmerkur, sem er boring og til Bretlands, þar sem ég myndi sjálfsagt þurfa að smella mér í enn einn tilfinningapakkann.... Iss piss ég verð bara að skella mér til minnar uppáhaldsborgar Budapest!!!
Alltíeinu
langar mig svona rosalega í gott svart kaffi og mjólkurkex og dýfa svo kexinu í kaffið..Ég held ég láti þetta eftir mér!
Greit!
Loksins þegar ég hélt að barnið væri að hressast, er hann þá ekki allur löðrandi í útbrotum um allan kroppinn.... Þarf að skella mér með hann til læknis aftur seinnipartinn í dag.
4.3.04
Smart
Það er mynd af mér í safnaðarblaðinu... Ævagömul mynd á tímabilinu sem Selma og Sibba vildu mig klippingu.. Dísus
Ekki slæmt
Smellti mér í þrek II áðan og svei mér þá ég er orðin háð helvítis hrefingunni, búin að hanga heima og skipta á kúkablejum síðustu þrjá daga og ekki komist úr húsi svo það var fínt að svitna eins og mofo í pallaleikfimi og spinning...
Annars fór ég svo í klippingu í dag, orðin vel breið rótin.. Hárgreiðsludaman vildi fara út í rokkarabreytingar á hausnum á mér.. sítt öðru megin og stutt hinum megin.. og toppinn þvers og kruss skakkt og sítt og stutt.... En ég hélt nú ekki, ekki alveg sami vorfílingsrokkarahugur kominn í mig svo ég passaði á þetta nýja útlit og er sama lumman fyrir vikið...... Annars átti mamma það áðan " hmm já þetta er sankölluð tískuklipping" Bara diss í kellingunni enda hún mun meiri gella en ég verð nokkurn tímann:-) Gaman að því.....
Jæja ætla að henda mér í sturtu fyrst litli sjúklingurinn minn sefur:-)
Bara tveir dagar í rokk og skvízudag, hlakka mikið til!!
Annars fór ég svo í klippingu í dag, orðin vel breið rótin.. Hárgreiðsludaman vildi fara út í rokkarabreytingar á hausnum á mér.. sítt öðru megin og stutt hinum megin.. og toppinn þvers og kruss skakkt og sítt og stutt.... En ég hélt nú ekki, ekki alveg sami vorfílingsrokkarahugur kominn í mig svo ég passaði á þetta nýja útlit og er sama lumman fyrir vikið...... Annars átti mamma það áðan " hmm já þetta er sankölluð tískuklipping" Bara diss í kellingunni enda hún mun meiri gella en ég verð nokkurn tímann:-) Gaman að því.....
Jæja ætla að henda mér í sturtu fyrst litli sjúklingurinn minn sefur:-)
Bara tveir dagar í rokk og skvízudag, hlakka mikið til!!
3.3.04
Dagurinn
í dag var hreinasti viðbjóður..... svona á almennilegan hátt...
Sá samt mjóasta mann í heimi og hef ákveðið í framhaldinu að finna mér mann, hummm þetta er merkileg ákvörðun í ljósi þess að hana hef ég ekki tekið áður og hefur sú ákvörðun EKKERT með mjóa manninn að gera.... Set etta á árs planið, já já ég þarf minn tíma til að venjast tilhugsuninni, "Plan in action on saturday"
Ég fór með soninn til læknis, eyrnasýking og lungnakvef, ég legg ekki meira á ykkur.. öll plön um að massa verkefni eru orðin að engu, ég er KOlfalllin í aðgerðargreiningu og hef nú eytt u.þ.b tveimur tímum í að komast inn á HA-serverinn sem ég veit ekki einu sinni hvort er raunhæfur möguleiki til að finna solverinn í exel.... hversu fúlt það er getur enginn maður ímyndað sér nema kannski þunglyndissjúklingur með veiki á lokastigi...
Kveð að sinni fullviss um að morgundagurinn verður bjartur og fagur:-)
Sá samt mjóasta mann í heimi og hef ákveðið í framhaldinu að finna mér mann, hummm þetta er merkileg ákvörðun í ljósi þess að hana hef ég ekki tekið áður og hefur sú ákvörðun EKKERT með mjóa manninn að gera.... Set etta á árs planið, já já ég þarf minn tíma til að venjast tilhugsuninni, "Plan in action on saturday"
Ég fór með soninn til læknis, eyrnasýking og lungnakvef, ég legg ekki meira á ykkur.. öll plön um að massa verkefni eru orðin að engu, ég er KOlfalllin í aðgerðargreiningu og hef nú eytt u.þ.b tveimur tímum í að komast inn á HA-serverinn sem ég veit ekki einu sinni hvort er raunhæfur möguleiki til að finna solverinn í exel.... hversu fúlt það er getur enginn maður ímyndað sér nema kannski þunglyndissjúklingur með veiki á lokastigi...
Kveð að sinni fullviss um að morgundagurinn verður bjartur og fagur:-)
2.3.04
Apótek
Skrapp í apótek í dag sem er ekki í frásögu færandi þar sem litli sonur minn er fárveikur og þurfti hitastillandi lyf... Nú ég ákvað semsagt að kaupa öll þau smyrsl, stíla, töflur og verkjalyf sem mér hefur vantað en ekki keypt vegna fjárkorts og byrjaði að þylja upp þær vörutegundir sem mér vantaði, ég var orðin frekar vandræðaleg og viss um að konan héldi að ég væri helsýkt með sjúkdóma á lokastigi... Þegar inn kemur kona og biður um lúsapúður fyrir hesta!!! Ég leit ekki út fyrir að vera vitund fáránleg miðað við hana... EN það besta var að helvítis púðrið var uppselt.......
17.júní 1999
Ósniðugt
er að éta harðfisk við tölvuna.... mylst ofaní takkaborðið!!! Setti inn myndir af Hreiðari Nóa á síðuna hans áðan... ER sko að reyna að gera verkefni í aðgerðargreiningu en SKIL EKKERT hámarka, lágmarka, z, y kjaftæði svo ég vafra eins og gömul geit um netið í staðinn...... ekki gott verð að klára þetta fyrir fimmtudaginn....
Stjörnuspáin mín
fyrir mars 2004
Skoðaðu hvað þú átt og hvað þú skuldar. Fyrstu tvær vikur mánaðarins gætu leitt til aukinna tekna, eða þá endurnýjunar á gildismati. Vatnsberinn áttar sig á því í mánuðinum að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og sumir þeirra hafa jafnvel verið honum fjötur um fót. Samskiptaplánetan Venus hjálpar til við sættir fyrstu dagana í mars, bjóddu systkyni eða nágranna út að borða. Fullt tungl 6. mars gæti svipt hulunni af einhverjum leyndardómi. Tjáskipti verða áreynslulausari þegar sólin fer í Hrút 20. mars og hugsanlegt að Vatnsberinn geti alls ekki haldið sér saman. Ekki segja neitt sem þú sérð eftir og hugsaðu áður en þú talar.
Fullt tungl á árshátíðinni 6. mars, ég hef ekki góða reyndlu af fullum tunglum, ég ætti kannski að hætta við!
Skoðaðu hvað þú átt og hvað þú skuldar. Fyrstu tvær vikur mánaðarins gætu leitt til aukinna tekna, eða þá endurnýjunar á gildismati. Vatnsberinn áttar sig á því í mánuðinum að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og sumir þeirra hafa jafnvel verið honum fjötur um fót. Samskiptaplánetan Venus hjálpar til við sættir fyrstu dagana í mars, bjóddu systkyni eða nágranna út að borða. Fullt tungl 6. mars gæti svipt hulunni af einhverjum leyndardómi. Tjáskipti verða áreynslulausari þegar sólin fer í Hrút 20. mars og hugsanlegt að Vatnsberinn geti alls ekki haldið sér saman. Ekki segja neitt sem þú sérð eftir og hugsaðu áður en þú talar.
Fullt tungl á árshátíðinni 6. mars, ég hef ekki góða reyndlu af fullum tunglum, ég ætti kannski að hætta við!
1.3.04
Reikningar
Eftir að hafa greitt reikningasúpu mánaðarins sé ég fram á marsmánuð sem mánuð hafragrautar.... Allir velkomnir í hafragraut og vatn!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)