5.10.06

Hollusta


Nú síðan FITUfærslan hér að neðan var skrifuð hef ég hugsað mikið um hollan mat, hvað er hollt, hvað ekki, hvaða vegur er bestur í þessu öllu, er það millivegurinn? Nú ég hef kannski ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu en sl. ár hef ég amk, gert mér meiri grein fyrir því hversu hollt mataræði er mér mikilvægt til að geta gengið upprétt áfram á þeim hraða sem ég þarf að vera á.
Ég fór í Hagkaup um daginn. Með mínu gagnrýna hugsunarhætti féllust mér eiginlega hendur, þarna var rekki fullur af bönunum, þar í bland undir og yfir voru marssúkkulaðipakkningarnar, og til leiðbeiningar stóð á miða "rosa gott að grilla saman banana og mars" ókei hugsaði ég ókei (samt ekki beint vinsælasti grilltími ársins) ég greip nokkra banana og sleppti marsinu. Æddi að jarðaberjunum og vitið menn, Nóa Síríus súkkulaðipakkningar í stöflum við jarðaberin. Reyndar enginn miði um hvernig átti að blanda þessu saman en sennlega bara éta til skiptist jarðaber og súkkulaði. Ég sleppti súkkulaðinu og tók eitt RÁNdýrt box af jarðaberjum. Næsti viðkomustaður: Salatbarinn og við endann á honum KÓK í stöflum. Ég hætti við Salatbarinn og fór að kassanum. Við kassann eru svo rekkar fullir af sælgæti sem er gott að grípa með sér...

Í alvöru talað. Mér finnst þetta ekki gott mál. Svo eru skattar á hollan mat svo háir, fæðutengdir sjúkdómar aukast ár frá ári. Krakkar eru spikfeitir og éta bara nammi og pizzur hvenær sem þeim dettur til hugar. Nú er ég auðvitað að dæma stóran hóp og undantekningarnar eru margar. Ábyrgð foreldra á börnum sínum er náttúrulega lykilatriði hér en það er sko ekki verið að hvetja til heilbrigðari lífshátta. Ég held samt að við ættum ekki bara að hugsa um að markaðssetja hreinu náttúruna og hreina vatnið. Ekki gott að þjóð sem býr við slíkt smakki aldrei á vatninu og deyji úr velmegunarspiki því hún hættir að fá sér banana nema smyrja á það bræddu marssúkkulaði.

Þess vegna finnst mér að stjórnvöld ættu að taka á málunum í sameiningu við þegnana og lækka tolla á grænmeti og holla matvöru, svo manneskja með meðallaun fái sér frekar sallat og kjúkling í hádeginu heldur en kók, hamborgara og franskar á tilboði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Hadda..bara vard ad kommenta..er eins og talad fra minu hjarta..tok nefnilega eftir tessu i verslunum tegar eg var heima i Juni..OTRULEGT ..gangi ter annars vel i barattunni vid fitupukann..
Bestu kv. Olof Olafsdottir

Nafnlaus sagði...

Djöfull er ég sammála þér vinkona.