16.10.06

Besta tilfinning í heimi

eða svona með þeim betri, er að eiga pantaðan farmiða til úggglanda...
Jamm ég veit ég er klikkuð og allt það;)

Sérstakur dagur, slefaði af þreytu á skrifborðið í vinnunni en kuldahrollurinn vakti mig reglulega þegar ég skalf og nötraði. Kom heim og settist með HNA í fangið, við sofnuðum bæði...og vorum eiginlega að vakna..

Nú er bara að vaska upp, og ganga frá og semja svo eitt sextán parta lag í g-dúr, skrifa það upp og skila í tónfræði á morgun...

Vika í próf, en eins og sagt er: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því þann sama dag kemur mín elskulega húshjálp frá London;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvert á svo að skella sér??? nokkuð til sviss;) heiða

Nafnlaus sagði...

verð að fara að stunda þetta líka. þ.e. eiga miða til útlanda svona nokkrum sinnum yfir árið.. :)
Kem suður btw fyrstu helgi í nóv :)

Nafnlaus sagði...

Hahaha... er aldrei þessu vant ekki græn af öfund þegar einhver minnist á útlandaferð, sem helgast svo aftur af því einu að ég er sjálf að fara til London fljótlega :)

Hadda sagði...

Heiða: Ég er nú svosem ekki að fara lengra en til London en þar ætla ég að eyða áramótunum og fyrstu vikunni í janúar:

Selma: Já við verðum líka að fara að bóka

Hildur: Þú átt sko alveg skilið að fara til London, vona bara að þú hafir það alveg ægilega gott þar.

Nafnlaus sagði...

gott hja ter ad skella ter til London! Er viss um ad tu att eftir ad hafa tad gott tar yfir aramotin:) kk fra sviss;)