27.10.06

Helga eða Helgi, mikið er gott að það er komin helgi

Ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh ummmahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh þetta er svona mikiðerégánægðaðþaðskuliverakominhelgi stuna... Væri alveg til í að eiga fleiri börn og kalla þau Helga eða Helgu, bara af því það er svo notalegt...

Annars fengum við Adam hérna inn okkur til mikillar gleði nýjan fjölskyldumeðlim svona eins og eitt stykki eldavél til viðbótar inní eldhúsið. Þeir sem hafa komið hérna inn vita nákvæmlega hvar mátti bæta við eins og einni eldavél án þess að maður yrði hennar mikið var. Umhugsunarleysi eigenda íbúðarinnar varð því valdandi að við erum hér með tvö stykki af eldavélum en hvorug þeirra virkar. Alveg magnað...

Í gærmorgun fann ég svo viðbjóðslega lykt, hélt að kattarógeðið á neðstu hæðinni hefði skitið AFTUR nótabene hérna inni hjá mér, ég með mitt ótrúlega lyktarskyn þefaði af öllu hérna inni eins og geðsjúklingur þar til ég var komin á bak við ísskápinn. Adam var sammála lyktin kom þaðan. Hann fékk það hlutverk að þvo eitthvað plaststykki aftan á ísskápnum sem ilmaði, en ekki fór lyktin. Þörfin fyrir einhvern ilmúða var orðin töluverð enda átti ég í mestu vandræðum með að anda hérna inni. Í morgun fór ég í vinnuna og fyrirskipaði að það YRÐI að affrysta ísskápinn og sjá hvað yrði með lyktina... Ég fékk svo sms í dag; VILLTU KAUPA LYKTARÚÐA..Ég gerði það.

Þegar ég kom heim varð ég að fara eina ferð aftan í helvítis skápinn, fann enn viðrinislyktina og tók mig til og skrúfaði eitthvað í sundur þar sem ég fann einhvern vöka sem ilmaði svona líka ljómandi illa....

Góð eða??

Núbb annars sit ég bara hér við kertaljós með rauðvín og bíð eftir að barnið sofni eftir lestur enskra bókmennta föðursíns....

Leikhús, bíó, tónleikar og sitthvað fleira verður brallað um helgina.
Gott líf, gleði og glaumur....
Góða helgi lömbin mín......

25.10.06

júhú

Jújú ég er komin í vinnuna aftur og það er svo ótrúlega massagott... Pabbinn tekin við á veikindavaktinni:) Dásamlegt að sjá smettið á Scottinu mínu og dásamlegt að sjá smettið á litla skottinu mínu þegar pabbi kom;)
Annars gekk prófið vel, amk náði ég munnlega með yfir átta og vona að það skriflega hafi sloppið eins...
Annars er eins gott að halda áfram að vinna, var mætt fyrst í morgun klst á undan öllum og vona að ég geti fengið mér eitthvað gott í gogginn í hádeginu;)

23.10.06

fólk er fífl, ha bara hannig


það er yfirskrift dagsins, mikið djöfull er ég komin með mikinn leiða á að hafa í kringum mig snargeðveikt fólk. En jú jú einhverstaðar verða þeir að vera sem ekki leita sér hjálpar. Nóg af því.
Tónfræðipróf á morgun og ég er að fara að lesa, kem mér ekki að verki. Efnið of mikið einhvernveginn, langar miklu frekar í bíó.
Ma/Pa litu við í dag, á leið til Kanarí og koma heim í des, svindlið segi ég nú bara.
Lasleikinn fer minnkandi á heimilinu. Held að heimilið fari líka minnkandi, svei mér þá.
Langar í nammi! En sjensinn aðeins og feit fyrir þann munað.
Annars fæ ég alltaf frítt í bíó fyrir 2 ef einhver vill koma með;O Meira að segja líka á Akureyris.
Of langt blogg, ekkert innihald. Nú er það einhver falleg músik í spilarann, vatn og tónfræðiglósur og málið er steindautt.

22.10.06

Kristur

Það mætti halda að ég væri búin að vera í sleik alla helgina, slíkur er varaþurrkurinn. Mér er hreinlega illt í andlitinu.

Staðan er fimm núll, ekki fyrir mér

Við erum að tala um
*Litla íbúð, fulla af drasli
*Hreinan þvott í stöflum sem þarf að brjóta saman
*Mat í bónuspokum sem á eftir að ganga frá
*Hráefni í mat sem ég nenni ekki að elda
*Veikt barn sem þufti á læknavakt að halda í nótt
*Dasaða móður sem þó áorkaði ýmsu um helgina

Best að standa á fætur og drullast til að gera eitthvað;)
Vonandi áttu allar mæður góða helgi...

20.10.06

Minntist einhver á veikindi?

Og að mér leiddust veikindi?
Júbb alveg rétt, passar því hlaupabólan er mætt í bæinn og inná mitt heimili. Og þær svoleiðist fjölga sér eins og ég veit ekki hvað, andlit, bak, magi, handleggir, fjölfaldaðir á við í gær... 'itrkekaður blóðnasir er algerlega ekki að gera sig. Djöfull er lykt af blóði viðbjóðslega vond.

Hentar obbboslega vel þar sem að ég er að verkefnastýra stærsta verkefni sem ég hef fengið til þessa í hendurnar í vinnunni. Líka ferlega týbískt að pabbinn sé að koma á þriðjudaginn, þetta gat ekki gerst viku seinna...

En lítum á björtu hliðarnar, þetta er ekki ólæknandi, ég get unnið að heiman og barnið er afskaplega ljúft og meðfærilegt;) það er semsagt barnið sem er með hlaupabóluna og ég vona innilega að ég smitist ekki líka.

Góða helgi lömbin mín

18.10.06

Your Identification has been completed

Yes, right, ég tróð heimsókn í Worldclass í skedjúal dagsins. HVAÐ er þetta dásamlegt?

Bara gott að hreyfa sig, samt skrítið hvað mig langar rooooooosalega í nammi eftirá, alveg hreint dularfullt.
Var svo hress eftir vinnu að ég óð út í göngu með dauðþreytt barnið sem steinsofnaði í kerrunni.

Nú er það hinsvegar á dagskrá að kokka einhvern hollan málsverð handa mér og syninum...

Annars er bara kominn fimmtudagur á morgun, mér finnst ekkert eðlilegt hvað tíminn líður geggjað hratt, friday er planaður á Eyrarbakka, laugardagur fer í vinnu fyrir mitt eigið kompaní, eftir það verður nú vonandi eitthvað gott gert. Sunnudagur í lærdóm fyrir próf og þvottur án efa...
Svo er ég með miða á Airwaves á skrifborðinu, spurning hvort ég komi því inn...

Jæja gengur ekki að sitja hér og röfla á bloggið...

En ég er hér með eina spurningu;
Hver er leiðinlegasta vinna sem þið hafið unnið?

16.10.06

Besta tilfinning í heimi

eða svona með þeim betri, er að eiga pantaðan farmiða til úggglanda...
Jamm ég veit ég er klikkuð og allt það;)

Sérstakur dagur, slefaði af þreytu á skrifborðið í vinnunni en kuldahrollurinn vakti mig reglulega þegar ég skalf og nötraði. Kom heim og settist með HNA í fangið, við sofnuðum bæði...og vorum eiginlega að vakna..

Nú er bara að vaska upp, og ganga frá og semja svo eitt sextán parta lag í g-dúr, skrifa það upp og skila í tónfræði á morgun...

Vika í próf, en eins og sagt er: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því þann sama dag kemur mín elskulega húshjálp frá London;)

15.10.06

Að huxa

Það að huxa getur oft verið mér stórhættulegt. Nú er ég hinsvegar komin með svo roooooooosalega flugu í hausinn að það kemur mér á óvart. Þarf smá tíma til að melta þetta sjálf áður en þetta ratar díteilað á bloggið... En mikið djöfull yrði þetta nú gott.
Annars er ég búin að afkasta miklu í dag hér á heimilinu, auk þess að bregða mér dántán á kaffihús, bókabúð og á tjörnina til að fæða dúfuhelvítin.
Nú er hinsvegar barnið að ná að drepa kryddið í kryddhillunni úr leiðindum, enda með eindæmum þreyttur, pirraður og þrjóskur þessa stundina..

ohhhh mikið lifandi skelfing er gott að búa í fjörutíuferimetrum..

*** kannski ber að taka það fram að hugsanir mínar eru ekki kynferðislegar að þessu sinni þrátt fyrir þessa bráðskemmtilegu mynd hér að ofan

14.10.06

Laugardagsmorgun....






Og mér langar sko ekki á ball....
Kominn tími á blogg? Látum okkur nú sjá, síðan síðast... úfff bara bissí bissí dagar... Ég klofa í gegnum vikuna á harðakani, vinna, FÍH, heimilishald og fleira skemmtilegt.
Eftir afmælið sem vísað vartil í síðustu blggfærslu, var ég frekar þreytt. Keyrði norður í gin-kóma. Ástand mitt minnti mig, (svona eftirá) á sjálfan mig á háskólaárunum. Sjitt, þetta verður ekki endurtekið á þessu ári. Núbb FÍH tekur "aðeins" meiri tíma og er "aðeins" annað en tónlistarskólinn á Akureyri. Ég sést því ansi lítið í vinnunni, þakka fyrir að vinna þarna í næsta nágrenni. Í gær fór ég t.d í tíma sem heitir hlustun og er alltaf á föstudögum. Ég hef aldrei komist í þesssa tíma áður. Hélt að ég væri að fara að skrifa niður einhverjar takta, en nei nei ég hlustaði í einn og hálfan tíma á hljóðfæri frá Indlandi, Taivan, Kamodíu og ég veit ekki hvaðan. Nöfnin á þessu hafði ég aldrei heyrt en hljóðin voru þokkalega svæfandi. Samnemandi minn hvíslaði því að mer að það yrði svo ekkert próf þarna, bara tveir fyrirlestar sem maður þarf að flytja. Tónfræðipróf í þarnæstuviku, 8 er lámarkseinkunn og það má segja það að ég bara segi nú bar jájá einmitt. Það próf er einmitt verklegt og skriflegt. Jájá maður þarf að dansa!!!

Svo átti mammsa mín stórafmæli, varð sjötug kellingin og hélt þetta líka ákaflega sæta og skemmtilega partý. Ég kom henni til að gráta, með því að storma inn með hljóðfæraleikara og syngja þrjú lög. Well þetta var gaman, hún var ánægð, og allir glaðir.. Góðar veitingar og skemmtilegt fólk.
Nú er ég hinsvegar heima með lítinn veikan snáðann sem vaknaði með hita og hausverk. Ohhhh ég er svo komin með nóg af veikindum...

Ætla að smella inn myndum úr afmælinu, af MÉR og familíunni...

7.10.06

Já það er lauuuuuuuugardagskvöld og mér langar á ball!!

Sem er sérdeilis heppilegt því ég er á leið í smá stuð. Og það allaleið með flugmaskínu norður í land. Er búin að vera síðan átta að koma mér í partýgírinn... Á nebblega til að detta snögglega úr honum og langa mest undir sæng, en það verður SKO ekki í kvöld 7-9-13

Annars er bara gaman aðððððððððesssu og kannski best ég tékki hvenær ég eigi flug.

6.10.06





Var aldrei búin að sýna ykkur myndir frá óvissuferðinni sem ég skipulagði. Þarna hékk maður í góðum félagsskap í 10 metra hæð og má hér einnig sjá myndir af vinnufélögunum...




5.10.06

Hollusta


Nú síðan FITUfærslan hér að neðan var skrifuð hef ég hugsað mikið um hollan mat, hvað er hollt, hvað ekki, hvaða vegur er bestur í þessu öllu, er það millivegurinn? Nú ég hef kannski ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu en sl. ár hef ég amk, gert mér meiri grein fyrir því hversu hollt mataræði er mér mikilvægt til að geta gengið upprétt áfram á þeim hraða sem ég þarf að vera á.
Ég fór í Hagkaup um daginn. Með mínu gagnrýna hugsunarhætti féllust mér eiginlega hendur, þarna var rekki fullur af bönunum, þar í bland undir og yfir voru marssúkkulaðipakkningarnar, og til leiðbeiningar stóð á miða "rosa gott að grilla saman banana og mars" ókei hugsaði ég ókei (samt ekki beint vinsælasti grilltími ársins) ég greip nokkra banana og sleppti marsinu. Æddi að jarðaberjunum og vitið menn, Nóa Síríus súkkulaðipakkningar í stöflum við jarðaberin. Reyndar enginn miði um hvernig átti að blanda þessu saman en sennlega bara éta til skiptist jarðaber og súkkulaði. Ég sleppti súkkulaðinu og tók eitt RÁNdýrt box af jarðaberjum. Næsti viðkomustaður: Salatbarinn og við endann á honum KÓK í stöflum. Ég hætti við Salatbarinn og fór að kassanum. Við kassann eru svo rekkar fullir af sælgæti sem er gott að grípa með sér...

Í alvöru talað. Mér finnst þetta ekki gott mál. Svo eru skattar á hollan mat svo háir, fæðutengdir sjúkdómar aukast ár frá ári. Krakkar eru spikfeitir og éta bara nammi og pizzur hvenær sem þeim dettur til hugar. Nú er ég auðvitað að dæma stóran hóp og undantekningarnar eru margar. Ábyrgð foreldra á börnum sínum er náttúrulega lykilatriði hér en það er sko ekki verið að hvetja til heilbrigðari lífshátta. Ég held samt að við ættum ekki bara að hugsa um að markaðssetja hreinu náttúruna og hreina vatnið. Ekki gott að þjóð sem býr við slíkt smakki aldrei á vatninu og deyji úr velmegunarspiki því hún hættir að fá sér banana nema smyrja á það bræddu marssúkkulaði.

Þess vegna finnst mér að stjórnvöld ættu að taka á málunum í sameiningu við þegnana og lækka tolla á grænmeti og holla matvöru, svo manneskja með meðallaun fái sér frekar sallat og kjúkling í hádeginu heldur en kók, hamborgara og franskar á tilboði.

4.10.06

Afmælisskvísur dagsins






















Anna Rut sem á stórafmæli og svo Selma sem á nokkur ár eftir í stórafmælið!
Innilegar hamingjuóskir frá mér og Nóanum mínum. Hlakka til laugardagsins, ó men það ætti að geta orðið fjör!

Gæti sennilegast aldrei orðið alki

Þó ég glöð vildi. Í morgun vaknaði ég nefnilega eins og ég væri á svona 15 nda glasi. Ekkert sérlega góð tilfinning. Íbúðin snérist, ég við það að æla og fór svo að svitna ekki neitt þetta lítið þegar ég settist niður. Fyrsta hugsun var að ég væri sennilega bara sybbin, þá fattaði ég að ég var að vakna eftir góðan 10 tíma svefn. Loftleysi? Maturinn í gær? well who knows. Þegar ég fór að hugsa skýrt sá ég að HN var alls ekkert hress, með hor og hita. Semsagt magnaður dagur hér í dag alveg hreint. Sviminn skánaði reyndar þegar áleið og ég vann héðan úr stofunni á meðan Emil í Kattholti passaði barnið...

Annars er bara lífið ágætt þrátt fyrir almenn blankheit og sjóðheitt vísakort.. fúffff

1.10.06

Þjótandi tími


Trúi ekki að helgin sé að verða búin, er að komast í haustgírinn, sá gír fer mér vel. Þá laga ég kaffi á morgnana, fer ekki úr náttbuxunum fyrr en eftir staðgóðan morgunverð og lestur blaða. Ilmurinn af ristaðabrauðinu, rás 1 í bakgrunni og mogginn á eldhúsborðinu og barnaefnið mubblandi í sjónvarpinu. Á þessum stundum líður mér vel. Fann þessa tilfinningu um helgina. Ekki að skilja það svo að ég hafi hengslast hér um í náttfötunum, því ég hitti marga vini sem ég hef ekki hitt lengi, Hörpu Reynis, Sævar og KK**, Kristínu K og Ingólf um leið og glitti aðeins í K13 slektið;) Ég fór í labbitúr, HN fékk vinkonu sína af leikskólanum í langa heimsókn, fór í Masterclass hjá hinum þekkta djassista Kurt Elling í FÍH í morgun og ekki má gleyma nokkrum tímum sem fóru í tónfræðiteikningar. Gott að vera á lífi.

Annars er það að frétta að ég er alveg gapandi yfir Árna Johnsen, er manninum alvara með þessu bulli? Sýnir þetta ekki bara einna best hversu siðblindur og mígandi ruglaður hann er. Hann gerir engan greinarmun á veruleika og ekki veruleika og greinilega ekki á gríni og alvöru. Hinsvegar nenni ég lítið að blogga um fréttatengt efni, lifi og hrærist í fréttum allan daginn, ýmist að skrifa þær eða editera svo ég læt það gott heita en ó mæ, hvert er pólitíkin að fara árni, bensi og reyndar Guðfinna, hún ætti að geta keyrt eitthvað vitrænt í gegn á þingi.

** mynd tekin af brúðhjónunum sætu á giftingardaginn 26. ágúst 2006:)