9.11.06

Lúin en ánægð

kona sem situr hér í ruslinu í ruslakompunni eftir 12 stunda vinnudag. Verkefnastýringu er lokið og afraksturinn kominn í ljós nýr vísir
Getið rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi hentað að berjast við tvo hlaupabóufaraldra á sama tíma.
Nú tekur bara við að stýra vefnum til sigurs, ekkert annað en það kemur til greina.
Vefurinn er ekki fullskapaður og verður aldrei "tilbúin" verkefninu lýkur aldrei en 1. hjalli er yfirstiginn í krabbameininu sem old vísir var orðinn.
Ég er að minnsta kosti ánægð með vefinn og mína menn sem ég vinn með.

Fyndið hvað ég hef öðlast mikla reynslu í þessum netbransa eftir að ég byrjaði að vinna svona að frátaldri stærðfræðikennslunni. Fyrst Netleiðir svo 365 og svo D3 allt með fókusinn á netinu og möguleikunum þar. Ekki að ég hafi stefnt neitt sérstaklega þangað, bara einhvernveginn sogast í leikinn.

Annars er það líka í fréttum að ég pantaði mér far norður í dag, !um jólin! og ekki seinna vænna, kem eftir vinnu 22. des og verð til 26 að kveldi. Vinn svo í tvo daga og fer til London í eina 10 daga. Hlakka ekki lítið til þess.

Sé að rúmið er farið að stara á mig, best að leggja höfuðið á koddan og vona að mig dreymi ekki admin kerfið á Vísi.

Guten abend und schlaf gut alle meine freunde

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja Vísi Haddan mín - hann er svakalega flottur og vel skipulagður :)

Nafnlaus sagði...

Já hinn nýji vísir.is er alveg að gera sig :D Mikil breyting til batnaðar.

Nafnlaus sagði...

hæ, gleymdi alltaf að óska ykkur til hamingju með nýja Vísi, fínasta breyting :)