19.11.06

Hring eftir hring og hring eftir hring og.....................

Jæja já, smellti mér á djammið á föstudagskvöldið og var svona svo til að koma heim til mín. Átti afar skemmtilegt kvöld í Perlunni á föstudagskvöldið, reyndar myndi ég ekki ráðleggja manneskju með jafnvægistruflanir & ásvif af rauðvíni að fara út að éta á stað sem snýst í hringi. Eykur eiginlega bara áhrifin, sem í mínu tilviki var kannski ekkert geggjað múv.

Nú annars er veðrið allt að koma, bara akureysk stemning hérna í dag. Eddan í sjónvarpinu, afhverju er Pétur Jóhann eins og fáviti í sjónvarpinu í kjól og gerir hreinlega vont sjónvarpsefni enn verra. Svo er endalaust verið að biðja um meiri pening í innlenda dagskrárgerð. Reyndar setur Ómar Ragnarsson nýtt viðmið í leiðindum. JESÚS

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég man bara árið í spítalaveginum þegar eddan var í viðtækinu.. hjálpi mér allir.. þetta var meiri hrottinn og síðan þá hef ég varla getað horft á þennan sjónvarpsviðburð.. sá ræðuna hans magnúsar heiðursverðlaunahafa og gat ekki annað en skipt um stöð..