Er ekki að trúa framgöngu minni og sonar míns í happdrætti Háskóla Íslands. Ég keypti miða handa okkur þegar ég bjó á Varmalandi, veit ekki hversu oft hann hefur unnið og sífelldir miðar frá Happdrættinu, fyrst þegar maður vinnur og svo þegar manni er tilkynnt um að vinningur hafi verið greiddur.
Í dag beið mín svo umslag, jammm 15 þúsund kalli ríkari. Maður fer bara að hætta vinna hehehe
Svo er ég að fara að skrifa kafla í bók, vona að það taki ekki of mikinn tíma, annars er mín bara búin með sex jólagjafir en margar eftir og öll jólakortin líka;) Hef ákveðið að njóta þess bara að gera þessa hluti sem tengjast jólunum, hlakka alveg hriiikalega til að fara norður í rólegheitin og njóta þeirra með litlu fjölskyldunni í bland við vini mína... Mér hefur nefnilega iðulega leiðst jólaklikkunin, en nú verður bara sopið kakó á kaffihúsum og notið þess að vera til.
Brúðkaup um helgina, fæ bæði að vera gestur og söngvari, ekki oft sem það gerist. Hlakka til að sjá Hrefnu og Hafstein verða hjón, það verður án efa fallegt,)
Eigið gott kvöld
h
4 ummæli:
Til lukku með 15þúsundkallinn :) og b.t.w. ég er hjartanlega sammála þér með Edduna - þetta er pínlega vont sjónvarpsefni.
Stjarnan mín og stjarnan þín ...
Mikið rosalega var gaman að spjalla við þig á mánudagskvöldið.. geturðu ekki flutt til akureyrar aftur?? :)
Stjarna alla baaaaaarna;)
Kannski flyt um fertugt þegar ég verð hætt að vinna;)
tíhí djö... líst mér vel á þig að þú ætlir að hætta að vinna um fertugt;) rúm 10 ár eftir...assgotti fínt;) Til hamingju annars með alla 5þúsund kallana..ekki slæmt!!! bið að heilsa héðan frá sviss...
Skrifa ummæli