8.11.06

Er að rísa upp

kristur, síðustu dagar hafa verið sannkallaður viðbjóður. Ég er aðeins að hressast, kannski líka eins gott því hjúkkan mín er farin og viðtekur barnauppeldi. Aumingja Adam kom og passaði HN með hlaupabóluna og svo mig. En það jákvæða er víst að hún kemur ekki aftur.
Í vinnuna skal ég á morgun, enda krúsjal dagur.

Annars hef ég bara verið að vinna í dag héðan, sakna vinnufélaganna mikið, enda ekkert sérstakt að vera í stöðugu e-mail sambandi við vinnuna í næsta hverfi.

Annars er ýmislegt að frétta, ekkert svosem sem ykkur kemur við. Þannig. Næst á dagskrá hjá mér er að hífa barnið uppúr baðinu og útbúa kvöldmat.
Interesting life;/

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú ert að hressast dúllan mín :-)

Takk fyrir sendinguna ;-)