koma með kók til mín núna;)
Í gær fór ég í eitthvað það skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í. Hafsteinn Þór og Hrefna vinir mínir urðu semsagt hjón. Veislan var algerlega meiriháttar, ótrúlega skemmtileg atriði og ræður og n.b engir vibbaleiðinlegir brúðkaupsleikir. Veislustjórarnir þurftu ekki að rembast við að vera fyndnir með leiðinleg atriði og leiki svo þetta var eiginlega bara fullkomið. Maturinn var geggjaður, borðfélagarnir skemmtilegir og ræða brúðgaumans til brúðurinnar var sérdeilis mögnuð og fékk mann hreinlega til að trúa á ástina og hjónabandið;)
Dagurinn í dag hefur líka verið góður, afmæli í Hafnarfirði og svosum eiginlega ekkert meira, nú er bara búið að tendra á kertum og sonur minn búinn að færa mér ís í rúmið og skeið svo ég fari ekki að æsa mig (það voru hans orð)....
Lífið er leikur, það er bara ljúft;)
2 ummæli:
Hæ hæ
Ég sló inn orðinu brúðkaupsleikir á google og fékk þá bloggið þitt
Ég á að vera veislustjóri í brúðkaupi 7/7-07 og er í vandræðum
Viltu segja mér meira um þessi skemmtilegu atriði í brúðkaupinu sem þú varst í svo ég þurfi ekki að "rembast við að vera fyndin með leiðinleg atriði"
Viltu svara mér á:
addabesta.bloggar.is
Ekki svara mér á bloggið mitt ég sendi þér mail.
Skrifa ummæli