18.7.10
Veikindi
Það er eiginlega mjög fyndið að lesa gamlar færslur á þessu bloggi frá Bergþórugötunni. Ég var nefnilega ALLTAF veik þarna! Og ekki að ástæðulausu, ég var búinn að ganga á milli lækna með stöðugt slen og blóðnasir, hitavellu og almenna vanlíðan en enginn vissi neitt þar til að ég fór í einhversskonar mataróþolsgreiningu og var greind með svepp í blóðinu. Sumsé sveppagróðurinn sem er í andrúmsloftinu var að ganga frá okkur mæðginum. Sl þrjú ár, eða síðan við fluttum þaðan höfum við eiginlega aldrei orðið veik. Hreiðar Nói hefur einu sinni misst úr skóla einn dag þessa þrjá vetur en þá fékk hann ælupesti.
Nú er ég hinsvegar búin að vera lasin í tæpa viku og ég er hreinlega að verða geðveik! Á svo innilega ekki við mig að liggja bara og stara útí loftið. Held samt að ég sé að hressast. Ekkert alvarlegt bara sjúkleg hálsbólga og beinverkir og slen! OJ! Una er veik líka mér til stuðnings og hóstar líkt og hún hafi reykt í amk 70 ár.
Feðgar eru bara hressir, bítur ekkert á þá frekar en fyrri daginn!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli