15.7.10

Lífrænt eða ekki lífrænt






Síðan ég flutti hingað til London hefur það einhvernveginn æxlast þannig að ég kaupi eiginlega bara lífrænt grænmeti. Komandi frá Íslandi þar sem verðmunurinn er kannski svona 200% og þá varð maður nú bara stundum að sneiða framhjá því. En hér er enginn þannig verðmunur, ekki amk svo að maður þurfi að vega og meta hverja grænmetistegund. Í fyrstu fannst mér enginn hrottalegur munur á gæðum en núna kem ég ekki niður ólífrænum tómötum eða gulrótum. Mér finnst það alger viðbjóður. Tómatarnir eru bragðlausir og trénaðir og gulræturnar bragðvondar og þurrir. Keypti nefnilega fyrir mistök "Tesco value" tómata sem ég skar í salatið mitt í kvöld og oj. Sama með gúrkuna, þegar ég pantaði mat í vikunni komu fjórar ólífrænar gúrkur en ekki lífrænar og húðin og bragðið er viðbjóður. Þurfti hreinlega að skræla gúrkuna til að koma henni niður...
Annað sem er líka frábært hérna er mikið úrval af lífrænum barnamat, sem kostar það sama og hinar krukkurnar, endalaust úrval af virkilega bragðgóðum barnamat sem var hentugur þegar maður var á ferðinni með vagninn. Svo sem hætt að kaupa það núna enda borðar Una bara á matmálstímum með okkur.

Já maður verður víst að spá í hvað það er sem maður er að borða, ef maður ætlar eitthvað að endast:)

1 ummæli:

Hrundski sagði...

ohhhh sakna svo Tesco.... bjuggum rétt hjá massa stórri tesco með starbucks og alles :D Barnaföt á slikk og svo lífrænir frjálsir kjúllar á boðstólnum sem er ekki hægt að kaupa á íslandinu góða :p