15.7.10

Blæs lífi í bloggið

Það hefur ekki farið mikið fyrir bloggi það sem af er þessu ári. Ég er samt spá í blogga áfram, fyrir mig aðallega en ef einhver hefur gaman því lesa er það svosem bara ágætt líka.

Við Una erum heima hálf lasnar báðar tvær, með flensu. Hefur varla gerst síðustu árin og við kunnum voða lítið meta þetta. Hún er í trans fyrir framan sjónvarpið og horfir á Lilla og brúðubílinn, gróf upp þennan disk frá Nóa. Finn að ég þarf að hafa meira og meira fyrir því að halda íslenskunni að henni. Ensku orðin eru svona 4 á móti einu íslensku. Það er eins gott að hún taki eitthvað inn í sumarheimsókninni til Íslands:)

Hreiðar Nói er voða hress, samt finn ég að hann er aðeins farinn að bíða eftir að komast í frí, það verður í lok næstu viku. Þá eigum við saman tvær vikur hér í London og svo tvær á Íslandi og tvær á Spáni. Verður voða gott fyrir alla held ég.
Una minnist reglulega á "holideiii" en hún naut sín svo ógurlega vel á Grikklandi í maí!

Hmmm já ég er ekki komin í bloggæfingu það er alveg ljóst.

Reyni aftur síðar:)







Engin ummæli: