Við Una erum heima hálf lasnar báðar tvær, með flensu. Hefur varla gerst síðustu árin og við kunnum voða lítið að meta þetta. Hún er nú í trans fyrir framan sjónvarpið og horfir á Lilla og brúðubílinn, gróf upp þennan disk frá Nóa. Finn að ég þarf að hafa meira og meira fyrir því að halda íslenskunni að henni. Ensku orðin eru svona 4 á móti einu íslensku. Það er eins gott að hún taki eitthvað inn í sumarheimsókninni til Íslands:)
Hreiðar Nói er voða hress, samt finn ég að hann er aðeins farinn að bíða eftir að komast í frí, það verður í lok næstu viku. Þá eigum við saman tvær vikur hér í London og svo tvær á Íslandi og tvær á Spáni. Verður voða gott fyrir alla held ég.
Una minnist reglulega á "holideiii" en hún naut sín svo ógurlega vel á Grikklandi í maí!
Hmmm já ég er ekki komin í bloggæfingu það er alveg ljóst.
Reyni aftur síðar:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli