19.7.10

Tesco

Sumum finnst voða gaman að spóka sig í matvöruverslunum. Ég get játað það að mér finnst gaman að skoða mig um í flottum matvöruverslunum t.d Waitrose og Wholefoods en það kostar líka vanalega sitt! Svona daglegar ferðír í Tesco, Bónus og hvað þetta allt heitir gera mig hinsvegar geðveika. Þess vegna elska ég að versla bara í matinn á netinu, hér heima í sófanum og enga poka að bera. Í kvöld tók það mig svona korter að versla inn fyrir vikuna og það verður búið að ganga frá þessu inní skáp eftir vinnu á morgun.

Dásemd;)

Annars eyddi ég deginum í vinnunni í dag, enn dulluslöpp! Veit ekki hvaða pesti þetta er! Ekki spes. Sjúklega gott veður og stemningin við Carnaby street ljúf og góð. Allir pöbbar fullir frá hádegi og fólk að spóka sig í búðum og á veitingastöðum. Frábært hverfi alveg hreint. Líka svo skemmtilegt að nú hefur maður eignast vini á hverju horni, eiginlega er þetta bara eins og lítill smábær þar sem allir þekkja alla. Krúttaralegt svona í alþjóðavæðingunni.

Jæja, ekkert meira um þetta að segja. Hreiðar Nói telur niður í sumarfrí og hlakkar mikið til að hitta alla á Íslandinu góða.

Þangað til næst,
passið ykkur á myrkrinu!

Engin ummæli: