Ég er ekkert að grínast með þetta, ég brá mér í klippingu í dag og held ég hafi bara aldrei aldrei aldrei aldrei verið jafn ógeðslega óánægð með neitt í svona 10 ár.
Ég er svo viðbjóðsleg útlits að það er ekkert venjulegt. Ég fór á kaffihús og var við það að kaupa húfu með kaffibollanum.
Hvað á ég að gera? Ekki fer ég þarna aftur, það er ekki eins og það sé eitthvað hár eftir til að laga. Kristur. Þegar maður er með hár niður á mitt bak og vill láta snyrta vil ég ekki labba út með hár sem endar við háls...andSKOTINN OG EKKI ER ÉG MEÐ AUGU Í HNAKKANUM.
Sjitt ef ég gæti öskrað á bloggið, þyrftuð þið að slökkva á tölvunni ykkar, djöfulsins andskotans helvítis, ég fer ekki í klippingu aftur næsta árið... helvítis helvíti. Já mér er andskotans sama þó ég sé orðljót. Djöfull vildi ég að ég gæti spólað aftur um 24 tíma og hefði ekki komist í þessa andskotans klippingu.
Djöfull er ég í vondu skapi, allt útaf einni andskotans fokdýrri helvítis klippingu.
Sem betur fer er ég ein hérna, en stóra skottið kemur á morgun og það litla á fimmtudag svo það er eins gott að fá sér húfu og vera snöggur að því.
Árshátíð um helgina, MAGNAÐ, er ekki í tísku að vera með hatt.
8 ummæli:
Djöfull er að vita þetta!
Fáðu endurgreitt. Þetta er náttúrulega svo dýrt að það er ekki fyndið, burtséð frá öllu neysluverkfalli, þá er hárgreiðslubransinn á Íslandi náttúrulega eitthvert albesta dæmið um viðurkenndan þjófnað.
Greinilegt að þetta er bad hairday !
Æji elsku kerlingin leiðinlegt að heyra þetta.
Knús frá Kanarí
Æi OJ :(:(
Ég hef samt mikla samúð.. hef SJALDAN orðið eins fúl og þegar Mandý kom úr klippingu síðast (Hjörtur fór sko með hana)... toppurinn á aumingja barninu bara HORFINN!!
ahahaha sorry að ég skuli hlægja!! ég veit það manna best að vera með ógeðishár, silfurhárið frá oxford, sælla minninga ó nei.. Hárgreiðslukonan mín sagði við mig síðast: æji selma það er nú eins og ég sé að klippa gull þegar ég klippi hárið á þér - má ekkert klippa...
djöfull vildi ég að þú hefðir skellt inn mynd.. ég sé þig alla vega í byrjun febrúar. knús til þín ljúfan
jesús minn ef þetta er ekki það ömurlegasta þá veit ég ekki hvað. Það er sko í lagi að gráta því það er ekki hægt að breyta þessu þetta er ömurlegt!!! En mig langar samt til að sjá mynd af þessu held að þetta sé nú ekki svo hræðilegt...eða vona það allavega ekki var þetta ekki sannfærandi?
Fórstu í litun líka???
Já, einmitt það sem ég ætlaði að biðja um.......mynd!! Annars trúi ég alveg hvernig þér hefur liðið með þetta, kannski er þetta í lagi í dag, þremur dögum síðar. Svo segja sumir að þetta skipti ekki máli vegna þess að hárið vaxi aftur. Fáranleg athugasemd frá manneskju sem er kannski sjálf með slöngulokka niður á bak........eða einhverja kúl klippingu.
Nú ertu heppin að vera með hár sem vex á ljóshraða...
hvernig tóks annars árshátíðin?? hattaþema?
Skrifa ummæli