Ekkert óeðlilegt lent í mínu toiletti síðustu daga, heheheh kannski ekki við að búast heldur. Ekki nema sniglarnir og sæhestarnir séu svona lengi að skolast út. Reyndar ekki komin mikil reynsla á þetta svo hver veit hvað skolast út um næstu helgi. Ég læt spennta lesendur vita....
Nóinn hefur verið lasinn, hann hefur hinsvegar notað settið óspart;) Ótrúlegt magn af kvefi er að hrjá litla manninn og eftir að hafa verið inni síðan á fimmtudaginn fórum við aðeins út í dag.
Skruppum í Bónus og mikið sem ég er til í að styðja hana Allý í sínum sparnaðaraðgerðum til mótmælis við FÁRÁNLEGA hátt matvælaverð í þessu landi. Maður bara labbar ekki þarna inn fyrir minna en 7000 kall og aldrei er neitt verið að bruðla í matarinnkaupum. Ég er sko ekki að kaupa dýrustu bitana af lambinu, eða hreindýrafillet eins og sumir sem maður þekkir. Ég krydda ekki með einhverjum sérblönduðum villidásemdarkryddiblöndum og drekk léttvín á hverju kvöldi. Maður er að kaupa þetta venjulega, bónusbrauð, klípu, ost, skyr, ýsubita (reyndar roðogbeinhreinsaða) mjólk ávexti og grænmeti. Og mér ofbýður verðið. Svo er alveg dásamlegt að heyra talað um lækkaða skatta á mat, þegar heildsalarnir og smásalarnir hækka svo bara sínar vörur svo að enginn græðir nokkurn skapaðan hlut.
Æi það borgar sig ekkert að vera að fá hjartatruflanir yfir þessu, maður á amk fyrir því helsta og getur setið við sitt eldhúsborð og gúffað i sig, það eru svo langt frá því allir sem geta það.
Annars minnir eldhúsborðið mig á það! MIKIÐ djefill er ég komin með mikið ógeð á að búa ekki í mínu eigin húsnæði. Djöfull hlakkar mig til að flytja héðan;) og það bráðlega vúhú... Spítalavegurinn minn er til sölu, það er með trega í hjarta sem ég sel þessa yndislegu eign en það er víst tími til komin að sætta sig við það að á Akureyri mun ég ekki koma til með að búa og ég fer ekkert með húsið. Ylja mér bara við fallegar minningar úr Spító og hlakka til að leyfa einhverjum öðrum en mér og leigendum mínum að líða vel þarna...
Díssusss þetta blogg hljómar eins og ég sé frelsuð...
Annars fjárfesti ég í kápu í dag, ljósgrárri.. En að velta fyrir mér litnum - ofurpæjuleg kápa samt;)
Annars er ekkert að frétta annað en að uppvaskið bíður í ofvæni eftir mér og ég hlakka til smella mér í beddann svona á laugardagskveldi. Ótrúlega fyndið að hugsa til þess að ég hafi virkilega djammað hverja einustu helgi, föstudag og laugardag hérna í "denn" og haldið að þegar ég yrði móðir myndi ég sitja grenjandi heima því mig langaði svo mikið á djammið. Þvílík fjarstæða hehehhe reyndar mætti kannski vera smá millivegur á þessu... Ætti kannski að smella mér út við og við, reyndar eru allir steinhætti að bjóða mér í partý eða með út á lífið, og finnst það hreint ekki skrítið;)
Heima er gott að vera og á meðan mér finnst það, ætla ég að sitja hér sem fastast á mínum feita rassi....
Njótið helgarinn og lifið heil...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli