11.1.07

Heilsan maður heilsan

* Varúð þessi pistill verður kannski ekki fyrir viðkvæma.
Góð heilsa er gulli betri. Það er alltaf betra að vera hress, það finnst mér að minnsta kosti.
Í dag hefur heilsa mín ekki verið uppá marga fiska, með hausverk dauðans, eins og slegið sé á gagnaugað á mér reglulega, með þrýsting í hægra auga og eins og þrýst sé þéttu taki á kverkarnar á mér. Jább þannig hausverk fæ ég og ég hata slíka daga. Auk þessa er mér illt í maganum og öll slöpp og ómöguleg. Maginn þemst út (lít út fyrir að vera kominn svona 5-6 mánuði á leið) og ég verð föl og veikindaleg.

Ef ég sofna, vakna ég með meiri hausverk, ef ég fer í bað, finn ég hvernig hann hreinlega magnast við hitann og mér verður óglatt. Ég veit samt afhverju þetta stafar svona nokkurnveginn. Ég er afar viðkvæm fyrir fæðunni sem ég læt ofaní mig og viðbrögðin láta sko ekki á sér standa. Ég er viðkvæm fyrir nánast öllum kolvetnum, kartöflum, hrísgrjónum, sælgæti fer ílla í mig, áfengi, brauð, pasta og eiginlega get ég bara sagt að hveiti arða getur og hefur komið mér inná sjúkrahús.
Verra er að ég er sjúk í þesssa fæðu, finnst fátt betra en kartöflur, hríshrjón með sojasósu, gott naan brauð og svo framvegis.
Nú er svo komið að óþolið hefur náð hámarki og dagurinn í dag verið hreint helvíti. Núna verð ég semsagt að "hreinsa mig" og reyna að koma starfseminni í sæmilegt horf. Það geri ég með því að sneiða hjá þessari fæðu og borða ávexti, grænmeti, fisk, kjöt, drekka mikið vatn og taka vítamín. Eins gerir það mér auðvitað gott að hreyfa mig til að starfsemin fari enn betur af stað.

Hljómar einfalt og gerlegt, en djöfull fell ég oft í þetta, svona miðað við að vera greind stúlka sem ætti að geta haft vit fyrir sér.

Í dag átti ég samtal við barnsföðurinn. Hann segir mér að ég sé ekkert eðlilega slöpp og verði hreinlega að fara til læknis, bauðst til að borga ferð til doksa, en ég útskýri fyrir honum það sem ég hef skrifað hér að ofan /hann þekkir náttlega Höddu í kolvetnalandinu Bretland vel;).
Þá segir hann mér að fara nú í búðina á horninu þar sem hann kaupi sitt jógate og kaupa mér detox te og drekka yfir daginn, ég segist gera það og kem þar við áður en ég náði í Hreiðar Nóa á leikskólann.
Ég ráfa þarna um þessa litlu sætu lífrænu okurbúllu, vel mér detox te, vítamín, einhverja voða góða olíu og þegar ég kem að kassanum kem ég auga á bækling "Ristiltvenna", hhmmmm hugsa ég kannski þetta sé eitthvað fyrir mig til að hjálpa mér...
Spyr karlinn þarna og hann dásamar þetta á alla kanta og út fer ég, enn fátækar með 100 töflur sem á að éta á 10 dögum. Áðan fékk ég mér svo detoxte og les mér til um ristiltvennuna, 1. hluta. Mér skaut skelk í bringu þegar ég las ummæli konu einnar sem lokið hafði kúrnum en hún hafði þetta að segja
" Eftir ristilkúrinn líður mér svo vel og ég er full orku, það er eins og ég hafi farið í líffæraskrúbb og spúlun, þvílíkur munur! Var á kúrnum í meira en mánuð og það leið ekki sá dagur án þess að eitthvað verulega einkennilegt var losað úr í salernið! Mikið slím, kögglar sem líktust soðinni lifur, langir samantvinnaðir drjólar eins og kaðlar og fremur ógeðfelld snýkjudýr eða ormar! Alveg hræðilegt. En á eftir, hvílík vellíðan"

Er þetta grín haldiði? Fer ég að kúka rottum og snæsniglum?? Ég veit ekki hvort ég þori að taka þetta inn, soðin lifur anyone??
Ég fann bara hvernig kjálkinn seig niður á bringu, svo er þarna önnur sambærileg ummæli og einhversstaðar í bæklingum las ég að Rokkkóngurinn Elvis hafi látist úr hjartaáfalli sem harðlífi hafi ollið enda maðurinn fullur af skít....

Jedúddamía, ég held ég verði eitthvað aðeins að skoða þetta. Vitið þið um einhvern sem hefur prófað þetta??

Jæja farin að sofa, vona að mig dreymi eitthvað fallegt!
Kyssss

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OJ BARASTA ahahahahahahahha... er nú ekki hægt að orða þetta á meira svona customer friendly way en þetta.. og var hún á þessu í mánuð.. ahahaha..

Nafnlaus sagði...

Já þú meinar !!

Hljómar "áhugavert" svo ekki sé meira sagt enda skrifaði ég lokaritgerð um kúk og kúkatengd málefni.

Veit svei mér þá ekki hvort ég ætti að mæla með þessu fyrir þig en vet ekki heldur hvort ég ætti að mæla á móti þessu.

Hadda sagði...

He, nei þessi bæklingur var frekar fyndinn.. Ég hinsvegar lét slag standa, og ekki hefur borið á neinni soðinni lifur, köðlum eða skordýrum af neinu tagi í mínu tojletti...

Nafnlaus sagði...

hahahaha ég hlakka tvímælalaust til að lesa fréttir af þinum klósettferðum á næstunni og bíð spennt eftir að heyra af soðinni lifur eða einhverju álíka spennandi;) hahahaha djö sem ég hló að lesa færsluna hjá þér...ekki í fyrsta skipti;) Hafðu það gott með ofurkrúttinu þínu!!

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHA.... Hef ekki heyrt um neinn sem hefur prófað þetta. Ég hlakka til að lesa næsta blogg og heyra um framhaldið.

Bk. Ragga A