23.8.06

Ég er full



.. af kvefi og það ekki í fyrsta sinn sl. 12 mánuði. Ég er komin með svona líka nett ógeð á þessu.. Nú hleð ég í mig vítamínum frá A til Z, drekk Mími flensumjöð og gleypi þess á milli Stuttungamjöð sem er svo lífrænn að hann angar all skelfilega...

Ligg í Lavanderbaði og ber á mig Arnikuolíu. VIÐ erum semsagt að tala um allt til að losna við ógeðið... Enda ærin ástæða. Brúðkaup ársins á laugardaginn og svona um það bil ekkert reddí sem snertir mig. Ósnyrt og veik, fatalaus með ónýta rödd. Hafiði vitaða....

Eins gott að röddin verði mætt og heyrnastíflan farin. Lögin eru komin og undirleikarinn. Reyndar ekki lagið sem ég á að velja og er leyndó;) Það breytist dag frá degi... Og jú kjóllinn hann er kominn. Haahahah það mætti halda að ég sé að fara að gifta mig;)

Annars er lítið að frétta.. Nema jú gleraugun sem ég lét taka frá fyrir mig meðan ég skrapp heim til að ná í gömlu gleraugun til að láta mæla styrkleika glerjanna.. .Voru seld á meðan. Hversvegna? Jú það tók mig tvær vikur að fara tilbaka, enda fífl með allt á hælunum eins og ég gat fyrir nokkrum færslum. En ég lét það ekki á mig fá í nema nokkrar sek og valdi mér ný gleraugu. Nú er nebblega tími til að leggja neeeeeeeeerddagleraugunum og fá smá kúl í stelpuna.

Farin að glápa á Magna...

En að lokum??? Uppástungur að brúðkaupslagi fyrir fallegasta par ársins og svo batakveðjur í kommentakerfið. Takk.
Smelli hérna inn mynd frá menningarnótt...og af mér og einkasyninum að æfa okkur fyrir Grikkland....
P.s Magni var ekki meðal þriggja neðstu, það var laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaglegt
P.P.S jú annars.... hann var fokkings meðal þriggju neðstu... Nú vaki ég í næstu viku og kýs eins og mófó...þeas ef hann kemst áfram

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Batnist þér vel...
ÉG er hugmyndasnauð varðandi lög...
Já, Magni komst sem betur fer áfram. Nú er spurningin hvort maður leggi það ekki bara á sig að vakna um miðja nótt og kjósa og kjósa?
Kv. Hildur Ýr

Nafnlaus sagði...

batni batni batn..
hlakka til að sjá þig!

Nafnlaus sagði...

ohhh... syngdu eitthvað fallegt eftir Bubba :) Kannski sæta lagið sem Ragnheiður Gröndal gerði vinsælt í vor... Hlakka til að sjá ykkur á sunnudaginn.

Guðný Pálína sagði...

Hvernig fór svo, náðirðu að losna við kvefið tímanlega fyrir brúðkaupið? Annars dauðvorkenni ég þér að vera alltaf að veikjast, hef lent í þessu sjálf og verð að játa að þetta er ömurlegt :-(

Hadda sagði...

neibb enn með kvef, en söng samt, parið giftist og allir hamingjusamir. Gekk með koníaki í morgundrykk, hádegi og svo fyrir athöfn....

Guðný Pálína sagði...

Haha, koníak í öll mál hljómar vel :-)