3.8.06

Blogg er hollt....

Jæja já, hvað segist? Ég er með nokkrar fréttir. Reyndar ekkert svakalega nýjar en fréttir þó.
Byrjum á því merkilegasta..
Jóna mín átti dásamlega stelpu! Dásamlega segi ég því ég er búin að sjá myndir;).. Ég get ekki beðið eftir að sjá hana..
Skrítið hvað það hefur mismikil áhrif á mann að fólk eigi börn. Þessi fæðing og þar með þessi litla stelpa er komin á topp fimm. Maður yfirfærir væntumþykjuna á foreldrunum á börnin. Mamma hennar er ein af mínum uppáhalds vinum. Þar kemur maður aldrei að tómum kofanum, umræðurnar leiða alltaf til einhvers góðs, þó við séum sjaldnast sammála;)

Varð að kaupa eitthvað fallegt handa skottinu, lenti reyndar í því eins og svo oft áður að finnast EKKERT nógu gott eða fallegt... Var samt bara sátt í lok dags, held það hafi alveg verið nógu fallegt.

Sama dag og minnsta prinsessan fæddist átti önnur 2 ára gömul prinsessa afmæli. Hún Embla Karen. Verst að missa af partýinu, sem mér skilst hafa verið bara nokkuð mikið gott.
Hún á líka hjá mér pakka, sem er einmitt nægilega góður líka;)
Þær eru heppnar þessar stelpur að ég er á leiðinni norður, með pakkana í skottinu.

Núbbb já annað:
Barnsfaðirinn hinn eini sanni er hérna hjá okkur, gengur alveg ljómandi að búa 3 á 40fm. Þetta er jú bara spurning um hugarástand. Okkur liður öllum vel og þá er tilgangnum með lífinu náð.
Við fórum á Sigur Rósar tónleikana á Miklatúni. Það var bara indælt, enda í góðum félagsskap með þotuliðinu. Reyndar dissaði pabbinn okkur fyrir son hennar Bjarkar. Játaði það reyndar seinna um kvöldið að honum findist ég bæði skemmtilegri og sætari. Þar með var málið dautt heheh.

Svo fór ég á tónleika með Ragnheiði Gröndal, hefði sjálfsagt ekki verið neitt vont um þá að segja hefði ekki verið fyrir viðbjóðslega fulla stelpu sem va norsk og talaði geðveikt bjagaða íslensku um leið og hún reyndi að slefa uppí sessunaut sinn. Má geta þess að ég var sessunautur hennar hinum megin frá. Hef sjaldan verið jafn nálægt því að hreinlega bara berja einhvern. Sagði henni reyndar að þegja, og þegar allir voru búnir að segja hið sama, tók hún upp símann og hringdi í vin sinn í Hafnarfirði. Þetta dugði til, og ég fór. Má geta þess að tónleikarnir voru á Rósenberg sem er staður sem tekur svona 40max.

Annars er lífið bara gott, gaman í vinnunni, bíð eftir að komast í sumarfrí, og hlakka til að komast út úr höfuðborginni um versló.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahhahahhahahhahah hvað er það með þig og tónleika með Ragnheiði Gröndal. Ég man nú þegar við fórum saman á tónleika með henni í Deiglunni og þá varstu einmitt með jafn áhugaverða sessunauta hahahhahahha:)

Hadda sagði...

Einmitt. Sjitt manstu nú eftir þeim hrossum maður.... "er etta ekki hadda?" hadda hreiðars? hadda hérna leikkona??
Eru ekki annars að meina það pakk?

Nafnlaus sagði...

hahahhahahhaha jú nákvæmlega hahahhah var búin að gleyma því sem þær sögðu nákvæmlega...haha og svo slefuðu þær upp í þig og töluðu ofur hátt

Hadda sagði...

Þær slefa nú sennilega stanslaust vegna óhóflegrar tannstærðar