...ok komst framúr rúminu hef ég verið ónýt og ég er að tala um sl. sunnudagsmorgun. Gersamlega til vandræða. Ég hef ekki gert handtak á heimilinu annað en að þvo sama þvottinn sem er í vélinni svona 19 sinnum. Mér er svo kallt að í dag fór ég í ullarnærbol af unnustanum í vinnuna. Sat í leðurjakkanum með loparpeysuna framan á mér í angórusokkunum klesst upp við ofninn. Var farin að finna sviðalykt af mínum eigin tám þegar ég rankaði við mér. Held að heilsasystemið sé eitthvað skrítið líka, ég líð um eins og vofa. Ljót vofa.
Annars er bara andskotanum minna að frétta. Fór með drenginn á Vitabar og keypti í matinn (jájá maður er að ná botninum) hlaut að koma einhver dýfa eftir sl. viku þar sem að ég borðaði hollt og fór í ræktina alla daga. Hreiðar Nói var hinn ánægðasti eftir matinn settist kátur við barinn meðan var verið að elda, þakkaði svo vel fyrir matinn og sagði að þetta hefði verið mjööög gott. Það fynda var að hann var ekki búin að borða neitt, ég var með matinn í poka og gaf honum þegar heim kom. Nægjusamur þessi elska;)
Jæja best að fara að sofa, nema ég láti slag standa og rífi þvottinn úr vélinni???
Er annars ekkert að frétta eru allir að frjósa einhversstaðar fastir?
4 ummæli:
Er ekki hissa á að HN vinni sér inn ástir ungra stúlkna hvar sem hann kemur. Hann var hér á laugardag og lék sér eins og engill í rúma 3 tíma með þórgunni, Með sama áframhaldi verður hann draumur hverrar tengdamóður. Heyrist að þú hafir notið helgarinnar vel!
Já takk fyrir það elsku Jóhanna mín... Ég spurði einmitt hvort það hefði ekki verið gaman hjá Þórgunni! ÞÓRGUNNI UNU kom þá. Má ekki sleppa einu nafni - nei nei nei!
Ég naut helgarinnar ágætlega en hef hinsvegar endurskoðaða líf mitt í kjölfarið- :)
Mér er alltaf heitt þessa dagana... kannski við ættum að leggja saman og deila með tveimur og þá kæmi þetta vel út fyrir alla :D
er að frjósa as we speak.. other than that þá bara hin sprækasta
Skrifa ummæli