10.2.07

10.febrúar 2007

Og hann Ævar minn elskulegi frændi á afmæli í dag. 15 ár síðan snáðinn kom í heiminn og verður bara æ yndislegri með hverjum deginum sem líður;)

Sjálf átti ég leik í gær, finnst ég að verða eitthvað aðeins of gömul 29 ára og finnst ég alltaf jafn ung, þess vegna bregður mér iðulega þegar ég lít í spegil.. ó bój. Dagurinn var ánægjulegur í flest alla staði, byrjaði dásamlega þegar ég var vakin með köku með kertaljósum og pakka. Fékk táknræna afmælisgjöf ;)nebblega vekjaraklukku... Snoozið er að gera alla geðveika á heimilinu og fannst mér það eiginlega ná hámarki þegar Nóinn heyrðist söngla vekjara "lagið" sem ómar svona þúsund sinnum að morgni úr símanum mínum heheh

Eftir fundahrynu dauðans sem fór fram í vinnunni þennan afmælisdaginn fór ég í afmæliskaffi til Möggu Móðu, bauð engum...FYI;) Núbb eftir það var haldið á Vitabarinn, sem er að mér vitandi best gleymda leyndarmálið í Reykjavík.. Þar sat rjómi þotuliðsins að sumbli langt fram á nótt þar til farið var á Ölstofuna... Þaðan hljóp ég svo heim, heima er best!!!!
Fínn afmælisdagur - þakka öll SMS- in og hringingarnar, alltaf mest gaman að fá skilaboð og hringingar frá þeim sem maður heyrir sjaldan í. Hinsvegar hef ég ákveðið að senda ekki sms þegar vinir mínir eiga afmæli heldur hringja í þá framvegis og þannig sporna við þessum sms-samskiptum sem ég er að fá ógeð á...
Held þetta hafi náð hámarki í gær þegar ég fékk eftirfarandi SMS:
"Til hamingu með daginn Hadda, starfsfólk Atlantsolíu"
En ekki misskilja, það var gaman að fá SMS---- jú nó watt I mín

Engin ummæli: