27.2.07

Ástin hjá unga fólkinu


Á laugardögum skrifar Þráinn Bertelsson í Fréttablaðið. Sl. laugardag segir hann frá að Sólin sem er barnabarnið hans sé sennilegast orðin ástfangin. Að minnsta kosti sé henni tíðrætt um ákveðin ungan mann. Þegar Þráinn kemur að ná í skvísuna nýlega hvíslar hann að fóstrunni " Og hver er svo þessi Hreiðar Nói?"

Mér fannst þetta eitthvað svo sætt. Solla og Nói byrjuðu í sömu viku í leikskólanum og léku sér alltaf saman en síðan í haust hafa þau ekki verið saman á deild. Þrátt fyrir þetta hefur vinskapurinn haldist svo um er skrifaði í blöðin og talað um heimavið;)

Hér er svo mynd af þeim frá öskudeginum í fyrra en þá tók hún vel á móti Nóanum og hann nokkuð glaður að sjá Sollu sína eins og sjá má.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja snemma begist krókurinn, það verður maður að segja. Gaman að sjá hvað sonur þinn er orðinn stór. svona líður tíminn!!!!!! Gaman að heyra frá þer . Manstu þegar við húkkuðum okkur far með reiðhjólunum í Amsterdam?

Nafnlaus sagði...

guð en ofur krúttlegt og einhvernveginn kemur mér ekki á óvart að sé skrifað um þetta í blöðin hehehehe:-)

Hadda sagði...

Já Unnur María því gleymi ég nú vonandi aldrei! Bara fyndið;)

KK: Ég var líka í blöðunum, vitnað í mig á síðu 2 í Fréttablaðinu vegna klámsíðana;) Finnst þér við mæðgin ekki samstíga;)