15.2.07

My life as a sick dog

Jammm ég hef verið slöpp og lasin, var svona helvíti ánægð með mig fyrir um það bil viku að hafa ekki fallið fyrir flensunni. En NEI ekki var gamla konan svo heppin, þrátt fyrir að éta vítamín og lýsi á hverjum morgni.
Ég ætla í vinnu á morgun, tveir dagar heima eru svona eins og sex vikur í mínum huga. Alger viðbjóður að hanga hér heima, orkulaus og lasinn en samt að vinna eins og maður getur.

Annars er bara allt gott að frétta, Valentínusardagurinn í gær, ég fékk kort frá elskhuganum og það sem meira er að Hreiðar Nói fékk kort í tilefni dagsins frá vinkonu sinni á leikskólanum. Frekar amerískt enda stúlkan þaðan upprunin. Samt gott að vita til þess að við mægðinin séum elskuð þvers og kruss yfir hnöttinn;)

Núbbb annars er Njálsborg að berjast við Njálg. Njálgsborg kalla ég því leikskólann þessa dagana, við Hreiðar Nói erum því með tuskuna á lofti alla daga, bað og rassaþvottur, klósett og vaskar þrifnir og hreint á rúmin annan hvern dag. Við erum samt ekki með Njálg. En í þessum efnum tek ég sko enga sjensa. Mér varð samt illt af öllum þessum töflum sem ég þurfti að taka við þessum ógeðslega gesti.

Annars er líf mitt í frekar óskipulagðri kaos þessa dagana, stundum er ég ánægð með allar ákvarðanirnar sem ég hef tekið en hina stundina er ég í panikk ástandi sem lýsir sér í oföndum og djúpum svefni...hehehe
Amk er ég bara hress, það er eins og það á að vera maður verður bara að vera hrezzz

Hreiðar Nói er farinn að tjá sig á leikskólanum ( HA, myndu kannski einhverjir hugsa) en það var einmitt mál málanna á foreldrafundi í okt eða nóv að barnið mitt væri alltof þægt, hlýddi alltaf og myndi aldrei tjá sig nema að fegnu leyfi. Útskýrði margt fyrir mér enda töluð í kaf í hvert skipti sem ég sótti hann á leikskólann. Nú er hann semsagt farinn að tala á öllum stöðum. Problem solved.

Eurovision um helgina. Alveg að missa húmorinn fyrir þessari vitleysu. Hækkum frekar kennaralaunin og sleppum Euro.

Annars bara stemning, styttist í útlönd onlý six weeks;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eiki verður flottur í Euro fyrir okkar hönd :)