26.2.07

Maður í rúminu mínu

Það var maður í rúminu mínu í gær þegar ég vaknaði. Kom honum ekki út fyrr en um kvöldmat. Timburmaður. Ógeðslega leiðinlegur. Djefillinn er maður aðessu???

Talaði mig inná Nasa á laugardagskvöldið, hef lúmskt gaman aðessu, fór líka í 10-11 á sunnudagsmorguninn. Fékk sýnishorn af mat þarna. Röflaði á Ölstofunni, pissaði á kaffi París.
Ég ætla ekki út að skemmta mér fyrr en næsta sumar... Borðaði á Vegamótum, röflaði um yfirdrátt, raðgreiðslur og bankaþjónustu almennt.... jesúsminnalmáttugur....

Vaknaði rétt nógu snemma til að tannbursta mig áður en ég fór í vinnuna í morgun, Nóinn minn enn á Akureyri og ég hlakka svooooo til að fá hann í hendurnar í kveld. Skil ekki hvernig pabbinn fer að þessu...

Annars væri ég svo til í að fara aðeins norður, kannski maður komi því við áður en farið verður í erlendis í byrjun apríl.

eigið góðan mánudag, minn er ekkert spes.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

varstu að drekka brennivín á sunnudegi...??? fjölskyldumanneskjan...???

Hadda sagði...

Nei ég drakk brennivín á laugardaginn.... sumir eru bara lengur en aðrir að ná sér...;)