18.2.07

Dásamlegar þessar helgar

Elsku stelpur til hamingju með daginn, vonandi fenguð þið blóm og konfekt og góða bók í tilefni konudagsins;)

Kemst ekki yfir það hvað helgarfríin geta verið góð. Á föstudaginn var frúin sofnuð uppúr 20:00 örmagna eftir flensu og vinnu vikunnar. Hreiðar Nói var settur í háttinn líka og hlýddi móður sinni og sofnaði við það sama. Kl 7 eða 11 tímum síðar skreyddist ég framúr til að pissa en lá svo með syninum og dottaði til að verða 11 yfir barnaefninu. EKKI slæmt það! Eftir alla þessa hvíld fannst mér svo hress og leið svo dásamlega að finna ekki til þessara flensueinkenna að ég skellti mér í ræktina. Það var dásamlegt. Spikið í blóma og ég algerlega tilbúin að taka aðeins á því og reyna að byggja upp smá þol fyrir sumarið.

Núbb svo var það auðvitað mál málanna. Evróvisjonið - ánægð með Eika Hauks, hann fékk mitt atkvæði með annarra og á örugglega eftir að vinna keppnina ( er ekki best að koma bara strax með sigurspánna, við erum hvort eð er alltaf við það að vinna þetta ár eftir ár)
Við HNA fórum í júró partý í fjörðinn góða og áttum þar notalega kveldstund með heimilisfólkinu í Þrastarásnum. Takk fyrir okkur.

Í dag átti svo að vera dagur framkvæmdanna, við ætluðum að fara á þjóðminjasafnið en sökum þreytu unga mannsins var bara leikið hér fram að hádegi, tekinn langur blundur og svo farið til G/S en ég notaði líka tækifærið og fór aftur í ræktina. Klapp fyrir mér...
Núbb ekki nóg með að familían hafi passað fyrir mig átum við þau útá gaddinn og sungum svo með þeim eins og eina söngbók;)

Hreiðar Nói er ready fyrir öskudaginn, hann vann sér inn búning eftir flóknum leiðum og fékk langþráðan draum uppfylltan þegar hann fékk Batman búning á föstudaginn. Það er skemmst frá því að segja að hann hefur ekki farið útúr húsi í öðru en búningnum en hann er nú svo skítugur að ég verð að þvo hann svo hann komist í hann í leikskólann á öskudaginn. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvað ég ætli að vera, fullviss um að pabbi sinn ætli að vera vampíra, bróðir hans Magnús sem að eigin sögn býr í Frakklandi hjá föður sínum ætlar að vera smábarn enda notar hann snuð og bleju og grenjar eins og smákrakki. Hreiðar Nói heldur líka að hann sé franskur.

Dásamleg blessuð börnin...

Kyss til ykkar og góða vinnuviku allihoppa!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott að heyra að flenskuskíturinn sé á undanhaldi!!! Heldurðu að Hreiðar Nói tali við mig á frönsku ef ég prófa það haha, munur að eiga franskan bróður;) En jæja, bara aðeins að láta heyra frá mér hérna...hafðu það gott!

Hadda sagði...

Þú getur alltaf reynt Heiða mín. Í morgun á leiðinni út muldraði hann heil ósköp eitthvað sem ég skildi ekki. Ég spurði hann hvort hann væri að tala ensku?? Hann leit á mig eins og ég væri það vitlausasta í heimi og sagði döhhhh mamma þetta er franska...

ÉG er ekki að skilja þennan Frakklandsáhuga, hann hefu ekki komið þangað og enginn þar sem hann þekkir til.

Nafnlaus sagði...

hahahahaah þetta er nú meiri snillingurinn sem þú átt:) yndislegt alveg hreint