9.12.06

Eigum við ekki að gera það að hefð að blogga á laugardögum;)

Bloggið hefur fengið að sitja á hakanum síðustu misseri. Mikið að gera og mikið um að vera. En ég er hress jájá.

Fór og sá gospelkór Fíladelfíu syngja jólatónleika á fimmtudaginn. Hrikalega gaman þar til farið var að stað með bænirnar. Enn með samviskubit yfir að hafa stolið barmmerkjasafni Óskars Einarssonar söngstjóra og selt það. Reyndar vorum við sendar (systir hans og ég) og látnar biðja um merkin aftur og endurgreiddum foreldrunum merkin meðan þau voru týnd úr börmum barnanna á eyrinni. Hann hefur sjálfsagt fyrirgefið mér þetta núna 20 árum síðan, minntist amk ekki á þetta þegar hann spilaði undir hjá mér síðast;)

Annars fór Nóinn minn norður um helgina og í dag svaf ég út í fyrsta sinn síðan síðasta sumar. Það var svo kærkomið. Eftir góðan göngutúr um bæinn með Sessu minni og kveldmat á Sólon var ég komin undir sæng með bók kl 9 í gærkveldi, ég vaknaði eftir hádegi í dag úthvíld og hress.
Dagurinn í dag hefur svo farið í ýmislegt dútl tengt jólunum og í kvöld er það Sushi með frænkum mínu og fleiri hressum stelpum á Maru.
Ætlunin er svo að sofa lengi lengi lengi líka á morgun og njóta þess að vera ein áður en ég fæ litla skottið og stóra skottið hér í litlu höllina.
Svefninn veltur reyndar á hávaðastillingu nágranna míns á græjunum sínum en ég man greinilega eftir að hafa vaknað upp í nótt með orðið "MYRÐA" greypt í huga minn. Nú svoleiðis hristist hér allt og skekur vegna fokkings dauða "beat-sins" sem er að gera mig geðveika. Að fólk skuli hlusta á svona viðbjóð.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ah hvað er gott að heyra að þú hafir náð að hvíla þig vel um helgina - og sofa út!! Hvurslags lúxus ;-) En hva gastu ekki sofið í gegnum 'beatið'?! Þú sem varst á árum áður þekkt fyrir að sofa á ólíklegustu stöðum undir ólíklegustu kringumstæðum... eru stofur MA mér efst í huga, jú og gosbrunnur einhvers staðar í Evrópu.

Ég vona a.m.k. að þú sért endurnærð eftir helgina og tilbúin að hafa fjölskylduna hjá þér - kemur Adam í dag? Ég vona að ég nái nú að sjá ykkur áður en við höldum norður.

Hugs úr sveitinni,

Birta xxx

Hadda sagði...

Sjitttt já hver man ekki eftir MA og gosbrunninum í Zagreb, geeeramlega útúr rugluð af þreytu.
Adam er mættur held ég;) Já sjáumst áður kakó á laugarveginum??

Nafnlaus sagði...

Sounds like a plan!!

Birta xxx