15.12.06

Blogghnoð

Jessss þá er loksins runnin upp helgi. Ekki misskilja líf mitt snýst sko alls ekki um helgar. Síðustu vkur hafa bara verið svona eins og kafsund. Ég fylli lungun og dreg að mér andann á mánudegi og finnst ég einhvernveginn vera að koma uppúr í enda vikunnar. Geeeeeeeeersamlega punkteruð.

Þetta er bara gott. Síðasta helgin fyrir jól og ýmislegt stendur til. Til dæmis ætlar litla skottið að fara í bíó og sjá Músakónginn og Hnetubrjótinn, það verður án efa skemmtilegt. Morgunkaffi á Kaffi tár og eins þarf að klára jólagjafainnpökkkun og jólakortaskrif. Jólatónleikar Langholtskirkjukórs annað kvöld, bíó í kveld og soooonnnna ýmislegt.

Æi það er bara svo gott að vera frískur og glaður.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, láttu vita af þér þegar þú ferð á K13... er með pakka til Nóans ;)

Nafnlaus sagði...

Góða kveðjur frá Kanarí !

Hadda sagði...

Pakki Mandýar Mú verður skilin eftir á K13;) í kveld jafnvel;)