22.12.06

2 dagar til jóla

Mikið var gott að eiga ekkert eftir í gær og geta bara kúrt heima undir sæng og glápt á imbann með veðrið barði svoleiðis á gluggana.

Só far hefur dagurinn verið fínn, reyndar er klukkan ekki orðin níu en samt er ég búin að afkasta heilum helling. Sé ekki fram á að flugið mitt norður reddist. Fokkings skitsóveður hérna ég er of svekkt til að blogga nokkuð um það mál.

En allavega.... verð að fara að vinna;) Liðið er að týnast hérna inn úr myrkrinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Hadda mín, vona að þú komist norður!! Er ekki nóaskottið þitt farið norður?? Ég er ekki svona dónaleg að þakka ekki fyrir mig heldur þá hef ég ekki hugmynd hvort að umslagið frá þér sé komið, það er þá alla veganna með öllum jólakortunum og þau verða ekki opnuð fyrr en á aðfangadagskvöld...bara svona djöst in keis þú hafir verið að spæla;) Hafðu það nú gott og enn og aftur vona ég að þú komist norður í eyfirska loftið:) Kossar og svissneskt knús;)

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól!!

Kveðja, Ragga A