Já já ég ákvað að taka mér smá pásu frá tónfræðinni, búin að sitja sveitt við til að ná upp því sem ég missti þegar ég var úti. Þetta gengur afar hratt fyrir sig, enda verður öll tónfræðin sem vanalega er held ég tekin á fjórum fimm árum, tekin á ári. Fínt að ljúka þessu af segi það ekki, en aumingja þeir sem ekki kunna nóturnar að taka þetta svona hratt.
Búin að fara í söngtíma, sem gekk aðallega útá að finna lög sem á að vinna með í vetur, söngkennarinn var búin að komast að því að ég og hún erum frænkur og tók því á móti mér með bros á vör og leiddi mig áleiðis að kennslustofunni.
Núbb fyrir þá sem voru komnir með áhyggjur er ég búin að kaupa námsefnið, og nótur fyrir tímana, blýanta, strokleður og yddara. Og þetta var ekki fríkeypis frekar en annað. Þá er líka ekkert annað eftir en að rúlla þessu upp.
Vinnan mín er ansi mögnuð, og þá sérstaklega yfirmaðurinn. Í dag fékk ég frábært verkefni í vinnunni, auk þess sem mér er heimilt að fara í alla tíma í FÍH sem ég þarf að sækja, t.d þarf ég að fara kl 15 tvo daga í viku. Þetta þýðir bara að ég vinn upp á kvöldin eða helgar sem er magnað;)
Hlýtur að eiga hlut að máli að yfirmaður minn er útskrifaður gítarleikari úr FÍH og enginn annar en hin geðþekki Nýdanskrar maður Stefán Hjörleifsson. Þetta verður ekki metið til fjár. Lofaði reyndar að syngja á árshátíðinni og hann bauðst til að spila undir svo það verður sjálfsagt lauflétt og skemmtilegt.
Annars á ég víst að skipuleggja árshátíðina og hún verður erlendis, þarf semsagt að finna land, flug og gistingu. Það ætti að vera lítið mál fyrir landsliðsmanneskju í ferðalögum eins og mig.
Núbb Nóinn er hress, komið með haustkvefið í nös og vitkast og verður æfallegri með hverjum deginum sem líður. Held það sé mín mesta lukka í lífinu að hafa eignast hann, eða ég held ekki neitt um það, ég veit það. Um leið pabbann, dásamlegir þessir tveir strákar sem skyndilega ruddust af krafti inní líf mitt. Þó stundum geti verið déskoti flókið að vera foreldri er það svo gott og fallegt. Eftir erfiðan dag í vinnunni getur eitt bros frá þessu skotti þurrkað öll leiðindin út. Magnaður kraftur það;)
Jæja best að klára tónfræðina af, og reyna að taka mesta ruslið sem liggur hér á víð&dreif.
4 ummæli:
Þú rúllar þessu upp að sjálfsögðu.. á ekki von á neinu öðru frá þér nema kanski frábærum framtíðarsmellum...
hlakka til að sjá þig 7. okt..
Vel mælt um yndislegu skottin ... gæti ekki verið meira sammála og hvað þetta gefur manni mikið:)
Spurning um að redda sér inn á þessa árshátíð eða vinna á barnum til að fá að hlíða á ykkur:)
já læt þig vita hvaða land verður fyrir valinu, annars er áætluð brottför um það leyti sem þú ætlar að kasta ljúfan;)
það ætti ekki að verða leiðinleg árshátíð það.. já nei nei.. sérdeilis ekki
Skrifa ummæli