23.4.06
Gott er að eiga góðar helgar
Hér má sjá myndir af fermingardreng dagsins honum Ævari Hrafni Ingólfssyni bróðursyni mínum.
Mikill öðlingspiltur.... Ég verð reyndar að játa það að ég stóð mig ekki alveg sem föðursystir í dag, hjálpaði EKKERT til við ferminguna og skrópaði í kirkjuna. Reyndar stal mamma víst senuni þar og óð TVISVAR til altaris. Fylgdi semsagt einhverju bláókunnugu barni til altaris, sá svo að hún tók feil á barni og óð upp aftur þegar kom að hennar barnabarni. Vá ég bara grenja úr hlátri hér við tölvuna. Var orðin vel sjússuð þegar hún kom tilbaka í sætið til pabba sem fór að sjálfsögðu ekki til altaris.... enda svo trúlaus að annað eins hefur ekki sést.
Svona verður mömmu best líst, hver man ekki eftir þvi þegar hún sat á Kaffi París uppdressuð í fötum af nágranna mínum. Úfff ég á semsagt ekki langt að sækja þetta:)
Jæja, ég fór líka og hlustaði á Sinfoníuna í gær, það var undursamlegt. Skemmtilegt samt hvað á þessum tónleikum er að finna verulega vona blöndu af ELLE hárlakki og svo ýmsum tegundum af ilmvötnum. Við þetta blandast svo skápalykt af kápum sem aðeins eru notaðar fjórum sinnum á ári, jólum, páskum, 17. júní og svo kannski einstaka tónleikum....
Vinnuvika framundan með tilheyrandi fundastússi. Langar samt óttalega í bíó....
Svo er það Akureyrin??? Hvað er að gerast þar??? Partý? Nei hélt ekki.....
Góða viku, lömbin mín
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Já, móðir þín var góð í kirkjunni :) Það besta voru samt lýsingar Ævars á vininum sem hún fór til altaris með, því hún hélt í öxlina á honum allan tímann... hann var dauðhræddur sko!
En já, takk fyrir daginn í gær :) og til hamingju með frændann... myndarlegur, ekki satt... enda svo líkur mér...
Já Hadda mín þú bara lifir í vellistingum í London og á meðan brennur æskuheimli þitt til grunna eða þvi sem næst! Íbúð foreldra minna slapp algörlega ósködduð frá þessu eldhafi og þau sömuleiðis og ljósi punturinn í þessu er að sjúskaður stigagangur í F18 fær a.m.k. andlislyftingu. Hafðu endilega samband þegar þú kemur norður yfir heiðar. kveðja, Jóhanna
Sjittt já hriiikalegt að heyra með Fjólugötuna. Öll fingraförin mín farin.... Hef samband næstu helgi Jóhanna!!!
HILDUR: Þetta er náttúrulega rosalegt. Ég var ekki einu sinni buin að spa í aumingja Ævar. Maður hefði BARA skammast sín...
Jú hann er gullfallegur, enda alveg eins og ég..
Til hamingju með frænda ! Myndarlegur ungur maður orðinn :D
Takk Ingó. Við munum bæði heimsækja þig 5-9. maí....
Hlakka til að sjá þig!
hahahhahhahah þvílík endalaus snilld...mamma þín er nottlega bara dýrleg og ég gleymi aldrei þegar svarti fíni trefillin fauk af henni og hún fór að leita að honum á bílnum og fann hann í runna:)
hhahaha
lovjú
Hmm.. hvernig getur hann verið eins og bæði þú og ég? Ég er ekkert eins og þú... enda við ekkert skyldar ;)
En jú, ég var nú að skoða gamlar myndir af dengsa og sá ansi mikil líkindi við HNA :)
Gawd hvað ég hefði viljað vera dauð fluga á vegg þarna... shit hvað þetta hefur verið fyndið.. get ekki beðið eftir því að sjá ykkur um helgina og ekki skemmir nú fyrir bongóblíðan sem á að vera.. sundfötin í töskuna og off you go!
YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS
Skrifa ummæli