9.4.06

Frí & barnseignir

Ég og barnsfaðir minn höfum komist að samkomulagi. Við ætlum að eignast fjórar stelpur til viðbótar við Hreiðar Nóa sem er strákur.... Veit ekki hvort ég stend við þetta samkomulag, en þetta er amk pæling.

Ég hef oft spáð í þetta með blessuð börnin. Hvernig hefur fólk með meðaltekjur og þá á ég alveg við hjón en ekki einstæða foreldra, EFNI á að eiga börn og það kannski fjögur stykki. Ég er amk alveg með ágætistekjur, meira en sumir og minna en aðrir. En ég biði gvvvuð að hjálpa mér ef ég ætti kannski þrjú stykki. Öll í skóla, öll í fötum, öll í íþróttum fótbolta og handbolta, öll á skíðum, öll í tónlistarskóla og kannski helmingur í myndlistarskóla? Öll þyrftu þau að borða, eiga rúm og sængur og helst sérherbergi. SJETT

Svo yrðu þau veik hvert á eftir öðru, og það er sérlega vel séð á vinnumarkaðnum, þau fara öll í ferðir með íþróttafélögunum sem kosta sitt og þá er svvooooo margt óupptalið.

Svo er nú annað: Fríin í grunnskólum landsins. Skólarnir eru komnir í páskafrí og það stendur nánast fram að mánaðarmótum. EXskjúsmí en hver passar börnin sem eiga foreldra sem vinna.

Búin að sjá að það er langsniðugast að eiga bara börnin meðan maður er í námi, maður skrópaði þá bara í tíma þegar dagmamman var frá eða barnið veikt.....

Það er þá annaðhvort að smella sér í margra ára mastersnám og eignast stelpurnar á meðan, nú eða bara sleppa þessu......

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm.... 4? Á hvaða lyfjum eruð þið? Nei, djók, eiginlega sko... en það er svona með naumindum að ég geti hugsað mér eitt í viðbót... hetjuskapur að lokatalan verði 5... :P

Ally sagði...

Heyr heyr Hadda. Þetta er það sem ég er alltaf að segja!!! Það eru þvílík forréttindi að vera með börn í námi að það hálfa væri nóg. Ekkert vesen að komast á foreldrafundi eða vegna veikinda eins og þú bentir á, maður skrópar bara. Svo koma álagspunktar 2x á ári og þá fara blessuð börnin í langþráð frí til ömmu og afa á Ak eða Dalvík. Að fólk skuli ekki fatta þetta;)

Hadda sagði...

Þá er það ákveðið, sæki um mastersnámið og læt barna mig...

Nafnlaus sagði...

Jamm greyið foreldrarnir að þurfa að hugsa um börnin sín þegar þau eru í páskafríi. Spurning um að lengja bara skólann enn meira svo fólk þurfi ekki endalaust að leita af plássi til að geyma börnin sín. Harpa

Hadda sagði...

jamm greydid foreldrarnir sem vinna tegar tad eru atta kennsludagar i april eins og i minum skola... eda i New York i namsferd eins og teir eru tessa vikuna i leikskola sonar mins. En tau eru heppin kennarabornin, alltaf einhver til ad passa tau tegar skolinn "lokar"

Nafnlaus sagði...

Já ómetanlegt að vera kennarabarn. Tala nú ekki um að vera kennari:) Harpa