1.4.06

Fyrsta skref...

í átt að nýjum fataskáp hefur verið tekið. Sá í hendi mér að þetta gekk ekki og náði mér í ruslapoka, nú er ég búin að henda öllum þeim fötum sem eru: a) of stór á mig b) orðin gömul og slitin c) fötum sem ég hef keypt en aldrei fílað og gengið í

Niðurstaða og lokaorð: Fataskápurinn er tómur.

Það er reyndar bara allt í lagi þar sem að ég er með nóg bensín á bílnum til að komast í Smáralind og er einnig á leið til London bæði í apríl og maí svo H&M verður að fara að fylla á birgðirnar...

Fór á tónleika Katie Melua í gær í laugardagshöllinni. Leyddist ekki, en myndi ekki endurtaka leikinn. Ömurlegt hljóðkerfi, glatað að sitja og bíða eftir að VIP liðið hafði tekið sér tvær drykkjupásur.
En þetta var ekkert bara neikvætt. Ragnheiður Gröndal var fín og Katie átti góða spretti, nema í einu lagi sem var falskt og hreinasta hörmung.... jájá bara ágætt alveg!

Annars stefnir í fínan dag, Selman mín er hérna hjá okkur.... Skrapp reyndar út á deit, en kemur bráðlega aftur.. Þá gerum við eitthvað skemmtilegt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh langar svo líka í nýjan fataskáp nema kannski minna að gera með það þar sem ég er á góðri leið með að passa allsvaðalaega í öll fötin aftur...