22.4.06
Frónið kalda
Jæja, þá er maður komin aftur til Íslands, ef dásamlegt frí á Bretlandseyjum. Þetta var helvíti vel heppnað og dásamlegt í alla staði.
Bíltúrar um London, göngutúrar um London, keyrsla um sveitir landsins, mikill svefn, góður matur, mikið rauðvín, of mikið súkkulaði svo ekki sé gleymt að minnast á góðan félagsskap Scott fjölskyldunarinnar.
Fór í göngutúr ein, einn morguninn og gekk í flasið á hexinu sem hatar mig. Varpaði reyndar smá skugga á sumardaginn fyrsta hehe en ég vona að sumarið verði því betra.
Birta mín var frísk og falleg og sem betur fer hitti ég hana oftar en einu sinni. Hún lifði af eitt sérkennilegasta matarboð sem ég hef verið í....
Nú svo má ekki gleyma að minnast á gott partý með hverri stjórstjörnunni á fætur annarri eins og Timothy Dalton, Ruby Wax og Jay úr Five, sem reyndar er í Scott fjölskyldunni. Amk þessa stundina.... heheheheh jesús minn hvað rauðvínið varð góður vinur minn þarna.....
Annað er ekki að segja.
Fullbókuð helgi framundan, vinna næstu viku og svo stefnan tekin á norðurlandið, áður en farið verður aftur til London eftir 13 daga.
Tja já, maður er á lífi. Sei sei
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Aftur til London eftir 13 daga??!!!!
NEI NÚ MÓTMÆLI ÉG!!!!!
já mótmæltu bara....
snillingur sem kann að veit hvernig á að lifa lífinu...það er bara svo einfalt:)
lovjúmissjúkissjú
Hehehehe ef þið bara vissuð hvað ég ætla að gera í sumar;)
held ég viti það...verður þar sem er sól og hiti og þá er ég ekki að meina reykjavík:)
eða kannski ekki???
þú ert heit Kristjana
það er ekki að spyrja að þér.. það verður eitthvað spennandi alla vega.. hef enga trú á öðru..
Skrifa ummæli