8.4.06

Andlit


Barnsfaðir minn spáir svolítið mikið í auglýsingar og ljósmyndir. Hann segir þetta dularfullt með Ísland, því allar herferðir byggist á close-up andlitsmyndum. Ok, við erum að tala t.d um 66 herferðina, Glitni, Símann og fleiri. Ég át þetta ofaní mig, án þess að skilja alveg tilganginn.

Nú er samt toppnum náð held ég, hvað er málið með svarthvítu andlitsmyndirnar hér
Hérna erum við að tala um lággjaldasímafyrirtæki og þessi mynd t.d á forsíðunni kemur málinu EKKERT við. Auk þess sem 'Olafía Hrönn er í sjónvarpsauglýsingunum fyrir fyrir fyrirtækið.

Innaá undirsíðunum eru svo fleiri svarthvítar myndir af stelpum, ég verð að vera sammála.. Þarna er þetta ekkert sérstaklega sterkt svona markaðslega séð..

Hvað segiði annars, á maður að fara yfir til SKO og minnka kostnaðinn við kjaftaganginn?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Markaðslögmálið er ekkert lögmál! Dutlungum háð eins og allt annað. Hvernig hefði annars gráblár forljótur froskur selt virkilega annoying símhringingu fyrir milljarð?

Nafnlaus sagði...

Ekki skipta - ég er rétt að venjast því að geta hringt í þig frítt.