...ok komst framúr rúminu hef ég verið ónýt og ég er að tala um sl. sunnudagsmorgun. Gersamlega til vandræða. Ég hef ekki gert handtak á heimilinu annað en að þvo sama þvottinn sem er í vélinni svona 19 sinnum. Mér er svo kallt að í dag fór ég í ullarnærbol af unnustanum í vinnuna. Sat í leðurjakkanum með loparpeysuna framan á mér í angórusokkunum klesst upp við ofninn. Var farin að finna sviðalykt af mínum eigin tám þegar ég rankaði við mér. Held að heilsasystemið sé eitthvað skrítið líka, ég líð um eins og vofa. Ljót vofa.
Annars er bara andskotanum minna að frétta. Fór með drenginn á Vitabar og keypti í matinn (jájá maður er að ná botninum) hlaut að koma einhver dýfa eftir sl. viku þar sem að ég borðaði hollt og fór í ræktina alla daga. Hreiðar Nói var hinn ánægðasti eftir matinn settist kátur við barinn meðan var verið að elda, þakkaði svo vel fyrir matinn og sagði að þetta hefði verið mjööög gott. Það fynda var að hann var ekki búin að borða neitt, ég var með matinn í poka og gaf honum þegar heim kom. Nægjusamur þessi elska;)
Jæja best að fara að sofa, nema ég láti slag standa og rífi þvottinn úr vélinni???
Er annars ekkert að frétta eru allir að frjósa einhversstaðar fastir?
28.2.07
27.2.07
Ástin hjá unga fólkinu
Á laugardögum skrifar Þráinn Bertelsson í Fréttablaðið. Sl. laugardag segir hann frá að Sólin sem er barnabarnið hans sé sennilegast orðin ástfangin. Að minnsta kosti sé henni tíðrætt um ákveðin ungan mann. Þegar Þráinn kemur að ná í skvísuna nýlega hvíslar hann að fóstrunni " Og hver er svo þessi Hreiðar Nói?"
Mér fannst þetta eitthvað svo sætt. Solla og Nói byrjuðu í sömu viku í leikskólanum og léku sér alltaf saman en síðan í haust hafa þau ekki verið saman á deild. Þrátt fyrir þetta hefur vinskapurinn haldist svo um er skrifaði í blöðin og talað um heimavið;)
Hér er svo mynd af þeim frá öskudeginum í fyrra en þá tók hún vel á móti Nóanum og hann nokkuð glaður að sjá Sollu sína eins og sjá má.
Því var slengt í andlitið á föður mínum
að ég hafi rifið dálítið mikinn kjaft á háskólaárunum. Ég gat ekki annað en glott, held að hann hafi gert það líka...
Hadda að rífa kjaft???? held það bara hafi varla gerst.
Hadda að rífa kjaft???? held það bara hafi varla gerst.
26.2.07
Maður í rúminu mínu
Það var maður í rúminu mínu í gær þegar ég vaknaði. Kom honum ekki út fyrr en um kvöldmat. Timburmaður. Ógeðslega leiðinlegur. Djefillinn er maður aðessu???
Talaði mig inná Nasa á laugardagskvöldið, hef lúmskt gaman aðessu, fór líka í 10-11 á sunnudagsmorguninn. Fékk sýnishorn af mat þarna. Röflaði á Ölstofunni, pissaði á kaffi París.
Ég ætla ekki út að skemmta mér fyrr en næsta sumar... Borðaði á Vegamótum, röflaði um yfirdrátt, raðgreiðslur og bankaþjónustu almennt.... jesúsminnalmáttugur....
Vaknaði rétt nógu snemma til að tannbursta mig áður en ég fór í vinnuna í morgun, Nóinn minn enn á Akureyri og ég hlakka svooooo til að fá hann í hendurnar í kveld. Skil ekki hvernig pabbinn fer að þessu...
Annars væri ég svo til í að fara aðeins norður, kannski maður komi því við áður en farið verður í erlendis í byrjun apríl.
eigið góðan mánudag, minn er ekkert spes.
Talaði mig inná Nasa á laugardagskvöldið, hef lúmskt gaman aðessu, fór líka í 10-11 á sunnudagsmorguninn. Fékk sýnishorn af mat þarna. Röflaði á Ölstofunni, pissaði á kaffi París.
Ég ætla ekki út að skemmta mér fyrr en næsta sumar... Borðaði á Vegamótum, röflaði um yfirdrátt, raðgreiðslur og bankaþjónustu almennt.... jesúsminnalmáttugur....
Vaknaði rétt nógu snemma til að tannbursta mig áður en ég fór í vinnuna í morgun, Nóinn minn enn á Akureyri og ég hlakka svooooo til að fá hann í hendurnar í kveld. Skil ekki hvernig pabbinn fer að þessu...
Annars væri ég svo til í að fara aðeins norður, kannski maður komi því við áður en farið verður í erlendis í byrjun apríl.
eigið góðan mánudag, minn er ekkert spes.
20.2.07
Fyrsti öskudagurinn
hér er þessi elska á leið í bæinn á fyrsta öskudeginum með Silju Sól dóttir Ernu Hrannar sönkonunnar geðþekku;) Þarna er hanm í samfylkingarbol af mér hehehehh það myndi sennilega ekki duga í fyrramálið.
Batman búningurinn hangir hérna til þerris, og Hreiðar Nói bíður spenntur eftir að klæða sig uppá og þramma í leikskólann. Set inn myndir af honum á morgun!
Þið getið séð meira af ofurhetjunni hér
Allir hressir, þreyta sökum líkamsræktar gerir vart við sig, mikið að gera í vinnunni, öskudagurinn á morgun og spennan í hámarki. Saltkjet og baunir - nei takk - reyndar er verið að baka hér rófur....
kyss af götu Bergþóru.
Allir hressir, þreyta sökum líkamsræktar gerir vart við sig, mikið að gera í vinnunni, öskudagurinn á morgun og spennan í hámarki. Saltkjet og baunir - nei takk - reyndar er verið að baka hér rófur....
kyss af götu Bergþóru.
19.2.07
18.2.07
Dásamlegar þessar helgar
Elsku stelpur til hamingju með daginn, vonandi fenguð þið blóm og konfekt og góða bók í tilefni konudagsins;)
Kemst ekki yfir það hvað helgarfríin geta verið góð. Á föstudaginn var frúin sofnuð uppúr 20:00 örmagna eftir flensu og vinnu vikunnar. Hreiðar Nói var settur í háttinn líka og hlýddi móður sinni og sofnaði við það sama. Kl 7 eða 11 tímum síðar skreyddist ég framúr til að pissa en lá svo með syninum og dottaði til að verða 11 yfir barnaefninu. EKKI slæmt það! Eftir alla þessa hvíld fannst mér svo hress og leið svo dásamlega að finna ekki til þessara flensueinkenna að ég skellti mér í ræktina. Það var dásamlegt. Spikið í blóma og ég algerlega tilbúin að taka aðeins á því og reyna að byggja upp smá þol fyrir sumarið.
Núbb svo var það auðvitað mál málanna. Evróvisjonið - ánægð með Eika Hauks, hann fékk mitt atkvæði með annarra og á örugglega eftir að vinna keppnina ( er ekki best að koma bara strax með sigurspánna, við erum hvort eð er alltaf við það að vinna þetta ár eftir ár)
Við HNA fórum í júró partý í fjörðinn góða og áttum þar notalega kveldstund með heimilisfólkinu í Þrastarásnum. Takk fyrir okkur.
Í dag átti svo að vera dagur framkvæmdanna, við ætluðum að fara á þjóðminjasafnið en sökum þreytu unga mannsins var bara leikið hér fram að hádegi, tekinn langur blundur og svo farið til G/S en ég notaði líka tækifærið og fór aftur í ræktina. Klapp fyrir mér...
Núbb ekki nóg með að familían hafi passað fyrir mig átum við þau útá gaddinn og sungum svo með þeim eins og eina söngbók;)
Hreiðar Nói er ready fyrir öskudaginn, hann vann sér inn búning eftir flóknum leiðum og fékk langþráðan draum uppfylltan þegar hann fékk Batman búning á föstudaginn. Það er skemmst frá því að segja að hann hefur ekki farið útúr húsi í öðru en búningnum en hann er nú svo skítugur að ég verð að þvo hann svo hann komist í hann í leikskólann á öskudaginn. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvað ég ætli að vera, fullviss um að pabbi sinn ætli að vera vampíra, bróðir hans Magnús sem að eigin sögn býr í Frakklandi hjá föður sínum ætlar að vera smábarn enda notar hann snuð og bleju og grenjar eins og smákrakki. Hreiðar Nói heldur líka að hann sé franskur.
Dásamleg blessuð börnin...
Kyss til ykkar og góða vinnuviku allihoppa!
Kemst ekki yfir það hvað helgarfríin geta verið góð. Á föstudaginn var frúin sofnuð uppúr 20:00 örmagna eftir flensu og vinnu vikunnar. Hreiðar Nói var settur í háttinn líka og hlýddi móður sinni og sofnaði við það sama. Kl 7 eða 11 tímum síðar skreyddist ég framúr til að pissa en lá svo með syninum og dottaði til að verða 11 yfir barnaefninu. EKKI slæmt það! Eftir alla þessa hvíld fannst mér svo hress og leið svo dásamlega að finna ekki til þessara flensueinkenna að ég skellti mér í ræktina. Það var dásamlegt. Spikið í blóma og ég algerlega tilbúin að taka aðeins á því og reyna að byggja upp smá þol fyrir sumarið.
Núbb svo var það auðvitað mál málanna. Evróvisjonið - ánægð með Eika Hauks, hann fékk mitt atkvæði með annarra og á örugglega eftir að vinna keppnina ( er ekki best að koma bara strax með sigurspánna, við erum hvort eð er alltaf við það að vinna þetta ár eftir ár)
Við HNA fórum í júró partý í fjörðinn góða og áttum þar notalega kveldstund með heimilisfólkinu í Þrastarásnum. Takk fyrir okkur.
Í dag átti svo að vera dagur framkvæmdanna, við ætluðum að fara á þjóðminjasafnið en sökum þreytu unga mannsins var bara leikið hér fram að hádegi, tekinn langur blundur og svo farið til G/S en ég notaði líka tækifærið og fór aftur í ræktina. Klapp fyrir mér...
Núbb ekki nóg með að familían hafi passað fyrir mig átum við þau útá gaddinn og sungum svo með þeim eins og eina söngbók;)
Hreiðar Nói er ready fyrir öskudaginn, hann vann sér inn búning eftir flóknum leiðum og fékk langþráðan draum uppfylltan þegar hann fékk Batman búning á föstudaginn. Það er skemmst frá því að segja að hann hefur ekki farið útúr húsi í öðru en búningnum en hann er nú svo skítugur að ég verð að þvo hann svo hann komist í hann í leikskólann á öskudaginn. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvað ég ætli að vera, fullviss um að pabbi sinn ætli að vera vampíra, bróðir hans Magnús sem að eigin sögn býr í Frakklandi hjá föður sínum ætlar að vera smábarn enda notar hann snuð og bleju og grenjar eins og smákrakki. Hreiðar Nói heldur líka að hann sé franskur.
Dásamleg blessuð börnin...
Kyss til ykkar og góða vinnuviku allihoppa!
15.2.07
My life as a sick dog
Jammm ég hef verið slöpp og lasin, var svona helvíti ánægð með mig fyrir um það bil viku að hafa ekki fallið fyrir flensunni. En NEI ekki var gamla konan svo heppin, þrátt fyrir að éta vítamín og lýsi á hverjum morgni.
Ég ætla í vinnu á morgun, tveir dagar heima eru svona eins og sex vikur í mínum huga. Alger viðbjóður að hanga hér heima, orkulaus og lasinn en samt að vinna eins og maður getur.
Annars er bara allt gott að frétta, Valentínusardagurinn í gær, ég fékk kort frá elskhuganum og það sem meira er að Hreiðar Nói fékk kort í tilefni dagsins frá vinkonu sinni á leikskólanum. Frekar amerískt enda stúlkan þaðan upprunin. Samt gott að vita til þess að við mægðinin séum elskuð þvers og kruss yfir hnöttinn;)
Núbbb annars er Njálsborg að berjast við Njálg. Njálgsborg kalla ég því leikskólann þessa dagana, við Hreiðar Nói erum því með tuskuna á lofti alla daga, bað og rassaþvottur, klósett og vaskar þrifnir og hreint á rúmin annan hvern dag. Við erum samt ekki með Njálg. En í þessum efnum tek ég sko enga sjensa. Mér varð samt illt af öllum þessum töflum sem ég þurfti að taka við þessum ógeðslega gesti.
Annars er líf mitt í frekar óskipulagðri kaos þessa dagana, stundum er ég ánægð með allar ákvarðanirnar sem ég hef tekið en hina stundina er ég í panikk ástandi sem lýsir sér í oföndum og djúpum svefni...hehehe
Amk er ég bara hress, það er eins og það á að vera maður verður bara að vera hrezzz
Hreiðar Nói er farinn að tjá sig á leikskólanum ( HA, myndu kannski einhverjir hugsa) en það var einmitt mál málanna á foreldrafundi í okt eða nóv að barnið mitt væri alltof þægt, hlýddi alltaf og myndi aldrei tjá sig nema að fegnu leyfi. Útskýrði margt fyrir mér enda töluð í kaf í hvert skipti sem ég sótti hann á leikskólann. Nú er hann semsagt farinn að tala á öllum stöðum. Problem solved.
Eurovision um helgina. Alveg að missa húmorinn fyrir þessari vitleysu. Hækkum frekar kennaralaunin og sleppum Euro.
Annars bara stemning, styttist í útlönd onlý six weeks;)
Ég ætla í vinnu á morgun, tveir dagar heima eru svona eins og sex vikur í mínum huga. Alger viðbjóður að hanga hér heima, orkulaus og lasinn en samt að vinna eins og maður getur.
Annars er bara allt gott að frétta, Valentínusardagurinn í gær, ég fékk kort frá elskhuganum og það sem meira er að Hreiðar Nói fékk kort í tilefni dagsins frá vinkonu sinni á leikskólanum. Frekar amerískt enda stúlkan þaðan upprunin. Samt gott að vita til þess að við mægðinin séum elskuð þvers og kruss yfir hnöttinn;)
Núbbb annars er Njálsborg að berjast við Njálg. Njálgsborg kalla ég því leikskólann þessa dagana, við Hreiðar Nói erum því með tuskuna á lofti alla daga, bað og rassaþvottur, klósett og vaskar þrifnir og hreint á rúmin annan hvern dag. Við erum samt ekki með Njálg. En í þessum efnum tek ég sko enga sjensa. Mér varð samt illt af öllum þessum töflum sem ég þurfti að taka við þessum ógeðslega gesti.
Annars er líf mitt í frekar óskipulagðri kaos þessa dagana, stundum er ég ánægð með allar ákvarðanirnar sem ég hef tekið en hina stundina er ég í panikk ástandi sem lýsir sér í oföndum og djúpum svefni...hehehe
Amk er ég bara hress, það er eins og það á að vera maður verður bara að vera hrezzz
Hreiðar Nói er farinn að tjá sig á leikskólanum ( HA, myndu kannski einhverjir hugsa) en það var einmitt mál málanna á foreldrafundi í okt eða nóv að barnið mitt væri alltof þægt, hlýddi alltaf og myndi aldrei tjá sig nema að fegnu leyfi. Útskýrði margt fyrir mér enda töluð í kaf í hvert skipti sem ég sótti hann á leikskólann. Nú er hann semsagt farinn að tala á öllum stöðum. Problem solved.
Eurovision um helgina. Alveg að missa húmorinn fyrir þessari vitleysu. Hækkum frekar kennaralaunin og sleppum Euro.
Annars bara stemning, styttist í útlönd onlý six weeks;)
10.2.07
10.febrúar 2007
Og hann Ævar minn elskulegi frændi á afmæli í dag. 15 ár síðan snáðinn kom í heiminn og verður bara æ yndislegri með hverjum deginum sem líður;)
Sjálf átti ég leik í gær, finnst þessi tala eitthvað of há! 29 ára og fnnst ég alltaf jafn ung, þess vegna bregður mér iðulega þegar ég lít í spegil.. ó bój. Dagurinn var ánægjulegur í flest alla staði, byrjaði dásamlega þegar ég var vakin með köku með kertaljósum og pakka. Fékk táknræna afmælisgjöf ;)nebblega vekjaraklukku... Snoozið er að gera alla geðveika á heimilinu og fannst mér það eiginlega ná hámarki þegar Nóinn heyrðist söngla vekjara "lagið" sem ómar svona þúsund sinnum að morgni úr símanum mínum heheh
Eftir fundahrynu dauðans sem fór fram í vinnunni þennan afmælisdaginn fór ég í afmæliskaffi til Möggu Móðu, bauð engum...FYI;) Núbb eftir það var haldið á Vitabarinn, sem er að mér vitandi best gleymda leyndarmálið í Reykjavík.. Þar sat rjómi þotuliðsins að sumbli langt fram á nótt þar til farið var á Ölstofuna... Þaðan hljóp ég svo heim, heima er best!!!!
Fínn afmælisdagur - þakka öll SMS- in og hringingarnar, alltaf mest gaman að fá skilaboð og hringingar frá þeim sem maður heyrir sjaldan í. Hinsvegar hef ég ákveðið að senda ekki sms þegar vinir mínir eiga afmæli heldur hringja í þá framvegis og þannig sporna við þessum sms-samskiptum sem ég er að fá ógeð á...
Held þetta hafi náð hámarki í gær þegar ég fékk eftirfarandi SMS:
"Til hamingu með daginn Hadda, starfsfólk Atlantsolíu"
En ekki misskilja, það var gaman að fá SMS---- jú nó watt I mín
Sjálf átti ég leik í gær, finnst þessi tala eitthvað of há! 29 ára og fnnst ég alltaf jafn ung, þess vegna bregður mér iðulega þegar ég lít í spegil.. ó bój. Dagurinn var ánægjulegur í flest alla staði, byrjaði dásamlega þegar ég var vakin með köku með kertaljósum og pakka. Fékk táknræna afmælisgjöf ;)nebblega vekjaraklukku... Snoozið er að gera alla geðveika á heimilinu og fannst mér það eiginlega ná hámarki þegar Nóinn heyrðist söngla vekjara "lagið" sem ómar svona þúsund sinnum að morgni úr símanum mínum heheh
Eftir fundahrynu dauðans sem fór fram í vinnunni þennan afmælisdaginn fór ég í afmæliskaffi til Möggu Móðu, bauð engum...FYI;) Núbb eftir það var haldið á Vitabarinn, sem er að mér vitandi best gleymda leyndarmálið í Reykjavík.. Þar sat rjómi þotuliðsins að sumbli langt fram á nótt þar til farið var á Ölstofuna... Þaðan hljóp ég svo heim, heima er best!!!!
Fínn afmælisdagur - þakka öll SMS- in og hringingarnar, alltaf mest gaman að fá skilaboð og hringingar frá þeim sem maður heyrir sjaldan í. Hinsvegar hef ég ákveðið að senda ekki sms þegar vinir mínir eiga afmæli heldur hringja í þá framvegis og þannig sporna við þessum sms-samskiptum sem ég er að fá ógeð á...
Held þetta hafi náð hámarki í gær þegar ég fékk eftirfarandi SMS:
"Til hamingu með daginn Hadda, starfsfólk Atlantsolíu"
En ekki misskilja, það var gaman að fá SMS---- jú nó watt I mín
10.febrúar 2007
Og hann Ævar minn elskulegi frændi á afmæli í dag. 15 ár síðan snáðinn kom í heiminn og verður bara æ yndislegri með hverjum deginum sem líður;)
Sjálf átti ég leik í gær, finnst ég að verða eitthvað aðeins of gömul 29 ára og finnst ég alltaf jafn ung, þess vegna bregður mér iðulega þegar ég lít í spegil.. ó bój. Dagurinn var ánægjulegur í flest alla staði, byrjaði dásamlega þegar ég var vakin með köku með kertaljósum og pakka. Fékk táknræna afmælisgjöf ;)nebblega vekjaraklukku... Snoozið er að gera alla geðveika á heimilinu og fannst mér það eiginlega ná hámarki þegar Nóinn heyrðist söngla vekjara "lagið" sem ómar svona þúsund sinnum að morgni úr símanum mínum heheh
Eftir fundahrynu dauðans sem fór fram í vinnunni þennan afmælisdaginn fór ég í afmæliskaffi til Möggu Móðu, bauð engum...FYI;) Núbb eftir það var haldið á Vitabarinn, sem er að mér vitandi best gleymda leyndarmálið í Reykjavík.. Þar sat rjómi þotuliðsins að sumbli langt fram á nótt þar til farið var á Ölstofuna... Þaðan hljóp ég svo heim, heima er best!!!!
Fínn afmælisdagur - þakka öll SMS- in og hringingarnar, alltaf mest gaman að fá skilaboð og hringingar frá þeim sem maður heyrir sjaldan í. Hinsvegar hef ég ákveðið að senda ekki sms þegar vinir mínir eiga afmæli heldur hringja í þá framvegis og þannig sporna við þessum sms-samskiptum sem ég er að fá ógeð á...
Held þetta hafi náð hámarki í gær þegar ég fékk eftirfarandi SMS:
"Til hamingu með daginn Hadda, starfsfólk Atlantsolíu"
En ekki misskilja, það var gaman að fá SMS---- jú nó watt I mín
Sjálf átti ég leik í gær, finnst ég að verða eitthvað aðeins of gömul 29 ára og finnst ég alltaf jafn ung, þess vegna bregður mér iðulega þegar ég lít í spegil.. ó bój. Dagurinn var ánægjulegur í flest alla staði, byrjaði dásamlega þegar ég var vakin með köku með kertaljósum og pakka. Fékk táknræna afmælisgjöf ;)nebblega vekjaraklukku... Snoozið er að gera alla geðveika á heimilinu og fannst mér það eiginlega ná hámarki þegar Nóinn heyrðist söngla vekjara "lagið" sem ómar svona þúsund sinnum að morgni úr símanum mínum heheh
Eftir fundahrynu dauðans sem fór fram í vinnunni þennan afmælisdaginn fór ég í afmæliskaffi til Möggu Móðu, bauð engum...FYI;) Núbb eftir það var haldið á Vitabarinn, sem er að mér vitandi best gleymda leyndarmálið í Reykjavík.. Þar sat rjómi þotuliðsins að sumbli langt fram á nótt þar til farið var á Ölstofuna... Þaðan hljóp ég svo heim, heima er best!!!!
Fínn afmælisdagur - þakka öll SMS- in og hringingarnar, alltaf mest gaman að fá skilaboð og hringingar frá þeim sem maður heyrir sjaldan í. Hinsvegar hef ég ákveðið að senda ekki sms þegar vinir mínir eiga afmæli heldur hringja í þá framvegis og þannig sporna við þessum sms-samskiptum sem ég er að fá ógeð á...
Held þetta hafi náð hámarki í gær þegar ég fékk eftirfarandi SMS:
"Til hamingu með daginn Hadda, starfsfólk Atlantsolíu"
En ekki misskilja, það var gaman að fá SMS---- jú nó watt I mín
4.2.07
Flugvélar
Í dag fór ég í mitt 12 flugtak og lendingu síðan 22. desember... væri eðlilegt ef ég væri kannski að læra að fljúga en svo er víst ekki. Ég þvælist greinilega bara svona mikið um....
Kom til RVK í dag eftir 4 daga á Akureyrinni. Drengurinn eyrarörum og nefkirtlum fátækari og ég nokkrum þúsundköllum. Eftir að við lentum um hádegi höfum við nýtt daginn vel, farið í brunch á gráa kettinum, kaffihús, leikhús, lagt okkur og erum á leið í matarboð. Já það er ekki hægt að kvarta yfir aðgerðarleysi í dag...
Kom til RVK í dag eftir 4 daga á Akureyrinni. Drengurinn eyrarörum og nefkirtlum fátækari og ég nokkrum þúsundköllum. Eftir að við lentum um hádegi höfum við nýtt daginn vel, farið í brunch á gráa kettinum, kaffihús, leikhús, lagt okkur og erum á leið í matarboð. Já það er ekki hægt að kvarta yfir aðgerðarleysi í dag...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)