31.12.06

Nú er árið 2006 liðið og kemur aldrei tilbaka

Ég óska fjölskyldu, vinum mínum og lesendum síðunnar ef það eru aðrir en falla undir þessa skilgreiningu, friðar og gæfu á árinu 2007. Þakka með þökk í hjarta fyrir allt gott og gamallt.

Í gæR fórum við litla familían í langa göngu um London, ég á það til að renna svona yfir árið í hausnum á mér á þessum degi. Það var alltaf gert heima að hver átti að nefna 3 atriði sem stóðu uppúr sem góð atriði og önnur miður góð- svona öpps and dáns á árinu. Mér þykir þetta ár sem er að líða alveg einstaklega tíðindalítið, er samt að hugsa um að renna yfir það svona lauslega. Fyrir mig svo þeir sem ekki hafa áhuga geta hætt að lesa núna;)

Janúar: Eftir ömurleg veikindi milli jóla og nýárs kom ég frá Akureyri með flugi snemma morguns, bíllinn minn fór ekki i gang og ég mann enn hvað mér var kallt þegar ég kom Nóa á leikskólann með leigubíl og sjálfri mér í vinnuna... Jaðraði við þunglyndi að koma heim í kuldann og vinnuna sem tók sífelldum breytingum. Janúar leið bara blessunalega hratt og vottaði ekki fyrir söknuði þegar sá mánuður kvaddi.
Febrúar: Ég man lítið eftir þessum mánuði. Hélt reyndar stórgott teiti á afmælinu mínu með Ragga. Tjúttaði með mínum góðu vinum og stóð ekki uppúr rúminu daginn eftir.
Mars: Usss einstaklega daufur mánuður, smá rússibani í einkalífinu, árshátíð 365 og stíf megrun í gangi heheh
Apríl: London um páskana, áttum einstaklega ljúfa páska hjá ensku familíunni. Eyddum páskadegi í minnsta sumarhúsi veraldar að drepast úr kulda, en páskaeggið og indverski dinnerinn úr marks og spencer komu sér vel:)
Maí: Fór aftur til London, svaf, borðaði og lék mér. Fór með Ævari frænda í sína fyrstu ferð erlendis og við skemmtum okkur stórvel.
Júní: Eyddi júní að miklum hluta með skottunum tveimur, litla skottið varð þriggja ára og við héldum frábært afmæli í Mávahlíðinni. Fór í lok júní á Hróarskeldu sem mér fannst ekki spes og mun ekki endurtaka.
Júlí: Flutti úr Mávahlíðinni á Bergþórugötuna, sennilega það leiðinlegasta sem ég geri er að flytja og ég geri of mikið að því. Já ef einhver veit um fallega íbúð til sölu í RVK þá endilega láta mig vita.
Ágúst: Byrjaði á verslunarmannahelginni á Akureyri. Man ekkert hvað ég gerði í ágúst annað en að vinna og lifa fyrir sumarfríið sem var framundan. KK og Sævar giftu sig og ég fékk að vera gestur í yndislegu brúðkaupi.
September: Eyddi septembermánuði á grískri eyju og í London. Það var of dásamlegt. Þegar ég verð gömul ætla ég að flytja til Grikklands, hef sjaldan gert neitt eins erfitt og að byrja aftur að vinna og koma heim í skítaholuna á Bergþórugötunni.
Október: Mamma fagnaði stórafmæli og við Nói nutum haustsins í 101 RVK
Nóvember: Höfðum það gott við undirbúning jólanna, mánuðurinn flaug framhjá eins og vill verða þegar skottin eru bæði hjá mér. Fékk nýtt hlutverk í vinnunni, hef unnið meira og minna síðan.
Desember: Jóla jóla jóla, jól á Akureyri, tónleikar, vont veður og mikil vinna, flogið í notalegheitin í London í lok mánaðar þaðan sem þetta er bloggað.


Mikið djefilll líður tíminn hratt. Kannski ekkert svo tíðindalítið ár. Fimm utanlandsferðir og hopp og hí um Ísland. Finnst svo stutt síðan ég var að brasa í janúar 2006, vona að þetta ár verði gott. Er með nokkur markmið fyrir árið en engin sem ég ætla að garga hér á bloggið, nema kannski að sælgæti mun ég ekki setja inn fyrir mínar varir árið 2007 og til NY eða San Fran fer ég;)

Annars er bara allt gott héðan, deginum eytt í útivist og rólóvellir kannaðir. Innandyra umvafinn ættingjum sem slefa hreinlega yfir erfingjanum. Sérdeilis gott það.
Biðjum að heilsa heim

GLEÐILEGT ÁR OG MEGIÐ ÞIÐ EIGA BESTA ÁRIÐ YKKAR HINGAÐTIL FRAMUNDAN

30.12.06

komin i heimsborgina

allt gekk vel og allir gladir. Buid ad halda jol nr 2, barnid fekk stafraena myndavel fra ommu og afa ekki seinna vaena tegar madur er triggja og halfs.... farinn a sofann. Energy is pretty low.

28.12.06

Norður komst ég og aftur heim






Júbb ég komst norður, Ragnar bjargaði rassgatinu á litlu fjölskyldunni enn eina ferðina og ferjaði okkur norður. Það gekk áfallalaust fyrir sig enda eðal kaggi þarna á ferð og eðal Raggi náttúrulega. Jólin voru yndæl, matur, konfekt, malt og appelsín, rauðvín, bjór, kúr undir sæng, sjónvarpsgláp, hittingur vina, kaffihús og almennur stjarfi af áti einkenndi þessi jólin. Á jólanótt stóð ég vopnuð risa flassi og hjálpaði ljósmyndaranum að mynda yfirgefið hús. Gekk fínt;)

Á annan í jólum komum við svo heim með flugi og það verður nú að segjast að við vorum öll fegin að komast í okkar holur og okkar dót. Hinsvegar var það fjandanum erfiðara að vakna í gærmorgun til að mæta í vinnuna. Usss ætti náttúrulega að banna svona vinnu milli jóla og nýárs. Reyndar er tiltölulega rólegt hérna hjá mér svo þetta er allt í key. Ætla að smella hérna inn nokkrum myndum af erfingjanum áður en ég hendist út til að kaupa jólagjafir fyrir ensku familíuna enda ekkert eftir nema að skella sér til London á morgun;)

22.12.06

2 dagar til jóla

Mikið var gott að eiga ekkert eftir í gær og geta bara kúrt heima undir sæng og glápt á imbann með veðrið barði svoleiðis á gluggana.

Só far hefur dagurinn verið fínn, reyndar er klukkan ekki orðin níu en samt er ég búin að afkasta heilum helling. Sé ekki fram á að flugið mitt norður reddist. Fokkings skitsóveður hérna ég er of svekkt til að blogga nokkuð um það mál.

En allavega.... verð að fara að vinna;) Liðið er að týnast hérna inn úr myrkrinu.

15.12.06

Blogghnoð

Jessss þá er loksins runnin upp helgi. Ekki misskilja líf mitt snýst sko alls ekki um helgar. Síðustu vkur hafa bara verið svona eins og kafsund. Ég fylli lungun og dreg að mér andann á mánudegi og finnst ég einhvernveginn vera að koma uppúr í enda vikunnar. Geeeeeeeeersamlega punkteruð.

Þetta er bara gott. Síðasta helgin fyrir jól og ýmislegt stendur til. Til dæmis ætlar litla skottið að fara í bíó og sjá Músakónginn og Hnetubrjótinn, það verður án efa skemmtilegt. Morgunkaffi á Kaffi tár og eins þarf að klára jólagjafainnpökkkun og jólakortaskrif. Jólatónleikar Langholtskirkjukórs annað kvöld, bíó í kveld og soooonnnna ýmislegt.

Æi það er bara svo gott að vera frískur og glaður.

9.12.06

Eigum við ekki að gera það að hefð að blogga á laugardögum;)

Bloggið hefur fengið að sitja á hakanum síðustu misseri. Mikið að gera og mikið um að vera. En ég er hress jájá.

Fór og sá gospelkór Fíladelfíu syngja jólatónleika á fimmtudaginn. Hrikalega gaman þar til farið var að stað með bænirnar. Enn með samviskubit yfir að hafa stolið barmmerkjasafni Óskars Einarssonar söngstjóra og selt það. Reyndar vorum við sendar (systir hans og ég) og látnar biðja um merkin aftur og endurgreiddum foreldrunum merkin meðan þau voru týnd úr börmum barnanna á eyrinni. Hann hefur sjálfsagt fyrirgefið mér þetta núna 20 árum síðan, minntist amk ekki á þetta þegar hann spilaði undir hjá mér síðast;)

Annars fór Nóinn minn norður um helgina og í dag svaf ég út í fyrsta sinn síðan síðasta sumar. Það var svo kærkomið. Eftir góðan göngutúr um bæinn með Sessu minni og kveldmat á Sólon var ég komin undir sæng með bók kl 9 í gærkveldi, ég vaknaði eftir hádegi í dag úthvíld og hress.
Dagurinn í dag hefur svo farið í ýmislegt dútl tengt jólunum og í kvöld er það Sushi með frænkum mínu og fleiri hressum stelpum á Maru.
Ætlunin er svo að sofa lengi lengi lengi líka á morgun og njóta þess að vera ein áður en ég fæ litla skottið og stóra skottið hér í litlu höllina.
Svefninn veltur reyndar á hávaðastillingu nágranna míns á græjunum sínum en ég man greinilega eftir að hafa vaknað upp í nótt með orðið "MYRÐA" greypt í huga minn. Nú svoleiðis hristist hér allt og skekur vegna fokkings dauða "beat-sins" sem er að gera mig geðveika. Að fólk skuli hlusta á svona viðbjóð.

3.12.06

Hadda mis

Í haust fórum við í smá óvissuferð í vinnunni sem ég hef sagt frá hér áður, eftir að hafa klifrað og svitnaði í Adrenalíngarðinum fórum við til Hveragerðis og í sund í Laugaskarði.
Við vorum þrjár stelpur í ferðinni sem fórum saman í klefann, afklæddust og smelltum okkur í sturtu og sunbolina. Þarna var ég kannski búin að drekka 2 bjóra ekki mikið meira en það, smellti mér í heitapottinn og lá þar í smá tíma. Þegar þeirri lögn var lokið sá ég að það væri sennilega best fyrir mig að fara uppúr og þvo hausinn og gera mig ready fyrir humar á Stokkseyri. Ég semsagt fór í sturtuna og að henni lokinni sest ég aðeins á bekkinn þar sem fötin mín héngu. Tók myndavélina mína sem var þarna við hliðina á mér og var að skoða myndir sem ég hafði tekið yfir daginn. Þá kemur samstarfskona mín og ég segi við hana í gríni. Hey Silja, má ég taka af þér nektarmynd? Þegar ég segi þetta er ég enn að skoða myndirnar og lít ekki upp, hinsvegar svara Silja engu. Þá lít ég á manneskjuna við hliðina á mér sem er EKKI Silja heldur einhver allt önnur hávaxin grönn stúlka sem starir á mig. Ég fór í frekar mikla flækju þarna á bekknum, nakin með myndavélina í fanginu og engin þarna nálægur sem hugsanlega gæti verið samstarfskona mín og ég bara ehhhmmm djók, sorrý var að gera smá djók i samstarfskonu minni og jaríjarí. Döfull sem ég hefði viljað vera gleypt af jörðinni á þessu augnabliki.

2.12.06

Ekkert betra en....

þynnkulaus laugardagsmorgun. Nú tala ég eins og ég drekki sérstaklega mikið sem er ekki. Barnaefnið er hérna í bakgrunninum og ég á leið í minn heilaga morgunmat inní eldhúsi, eftir að hafa skokkað niður og sett í eins og eina þvottavél og náð í blaðið.
Hreiðar Nói vaknaði eldsnemma út af jóladagatalinu. Nú liggur hann hinsvegar eins og skata undir minni sæng og horfir á barnaefnið. Gæti hugsað mér einn factor til að fullkomna þetta, en svona er lífið ekki allt hægt.

Sem minnir mig á X-factor í sjónvarpinu í gær. Greinilegt að allt góða söngfólkið að norðan er hreinlega flutt suður. HVAÐ í ósköpunum eru stúlkur og strákar, með eins veika rödd og hugsast getur, laglaust lið að drepast úr stressi sem velur lög sem er fáránlegt að syngja án undirleiks að gera þarna? Mér finnst þetta umhugsunarefni. Er það á þeirri skoðun að þarna eigi það heima? Er þörfin fyrir að sjást og sýnast svona mikil, er svona rosaleg þrá eftir því að verða þekktur eða hvað er þetta? Ég sat bara hérna og starði á skjáinn, undrandi yfir því að 90% af þessu fólki nýtti ekki tímann sinn í eitthvað annað og betra.

Annars er smá jólasnjór úti. Bara kósý hérna inni við kertaljós, jólagafirnar eru svona nánast tilbúnar. Bara þrjár eftir handa pabba, adam og Nóa. Finn aldrei neitt nógu gott en er komin með svona óskýra mynd í kollinn. Ætla að leyfa henni að skýrast áður en ég fer í búð því slíkur er hamagangurinn í búðunun hérna og rétt 2. desember.

Jebb svona er það nú. Fór líka til háls, nef og eyrnalæknis í gær og þetta setti bara punktinn yfir i'ið- Hvað er gert við fólk í læknanámi, er eitthvað mennskt tekið í burtu á 6. ári. Þekki bara einn einn góðan lækni, EINN - hann býr í Hlíðunum, reyndar ekki sérfræðingur svo þetta er kannski eitthvað sem gerist í sérnáminu. Ég hefði a.m.k auðveldlega getað sparað mér 4000 kallinn og étið vaselíndós í staðinn.

En ég er glöð jájá.
Góða helgi
Haddan