Síðastliðin sunnudag, vaknaði ég upp ansi mikið þunn. Illt í hausnum með þurran góm, nettan magaverk, örlitlum skjálfta og veruleg þreyta var það sem við mér blasti... Barnsfaðir minn vildi ekki sjá mig eyða annarri helgi og jafnvel mánudegi í þynnku og talaði mig inná göngutúr um Öskjuhlíðina.
Eftir klukkustunda rökræður um hvað mér væri fyrir bestu, stóð frú Stewartsdóttir úr rekkju og af stað í átt að Perlunni. Ég rétt komst í Sunnubúðina og drakk Kristalinn minn á verulegum hraða. Upp komst ég og þvældist um Öskjuhlíðina í dágóðan tíma, það er skemmst frá því að segja að ég gat vart gengið vegna strengja á ólíklegustu stöðum.
Slíkt er formið - Það er semsagt EKKERT....
Ég er búin að vera á leið í ræktina í dágóðan tíma en einhvernveginn ekki fundið mér tíma... Í dag kom hinsvegar að þessu og í ræktina fór ég.... Það er skemmst frá því að segja að ef ég ætla mér að mæta þangað reglulega VERÐ ég að fá einhver geðlyf.
Þetta er það leiðinlegasta sem ég huxanlega geri. Á 2o mínútum var ég búin að fara í þrjú tæki og var farin að binda snöruna í huganum.
Ef ég fæ mér ekki geðlyf verð ég að amk að fá mér mp3 spilara. Ég veit annars ekki hvernig ég geri þetta.....
Ég fór í Hreyfingu, en þangað fer ég ekki aftur. Ég fékk rass á öxlina á mér og það fannst mér viðbjóður. Ég ætla í Laugar á föstudaginn og muna að taka einhverjar gleðipillur áður.
Held samt að ég taki ræktina fram yfir þynnkuna, djöfulsins viðbjóður er þetta og alveg sama hvað ég drekk lítið....
Jæja, farinn að sofa í hausinn á mér......
4 ummæli:
já mig langar einmitt líka í mp3 spilara fullan af góðri tónlist...það er kannski bara það sem vantar svo maður DRULLI sér af stað...hvað er eiginlega málið
oj hvað ég er sammála þér með ræktina...ég hef aldrei fundið mig á neinum svoleiðis stað þrátt fyrr að hafa verið "dregin" í bókstaflegri merkinu af henni selmu í haust heheheheh...en þar sem ég hef ekki drukkið af neinu viti svo mánuðum skiptir og já það eru sko engar ýkjur þá hefur þynnkan ekki hrjáð mig neitt....gawd....meira þvaðrið í mér...alla veganna gangi þér vel að fara í ræktina á morgun!! kveðja frá Heiðu í Sviss;)
Hættu bara þessu rugli. Að vera á hlaupabretti innan um hundrað manns, þar sem enginn segir neitt heldur horfir bara á sjónvarpið fyrir framan sig, er algjör viðbjóður. Mæli með að þú skellir þér í karate. Það er sko alveg málið:)
Ég fór í Júdó og eftir að hafa sært mann og barið ákvað ég að það væri ekki málið.
Væri ekki gott að geta bara verið á skíðum...
Skrifa ummæli