27.3.06

Kvefaðasta barnið?



Ég held ég eigi kvefaðasta barn veraldar. Þykkt grænt hor, stöðugt rennsli og svo gulur gröftur úr augum.
Meiri viðbjóðurinn... Hinsvegar varð ég fáránlega lasin í gær líka. Eftir að hafa verið með geðveikan hausverk í svona 4 tíma, tók eg mig til og skilaði öllu sem ég hef innbyrgt síðustu daga. Aumingja litli maðurinn varð svo hræddur að hann, skammaði mig fullum hálsi. Svo reyndar hugsaði hann um mig það sem eftir lifði kvölds. Ég man eftir mér þegar hann var að slökkva á sjónvarpinu, breyddi svo ofaná mig sængina og fór sjálfur að sofa...

Annars áttum við ágætishelgi. Eyddum laugardeginum að miklu leyti í Hafnarfirðinum hjá Hrafnhildi og hennar dásamlegu börnum, og gærdagurinn fór í hvíld og veikindi.

Við lasarusarnir kveðjum í bili....
P.s setti myndir á síðuna hans í gær...

Engin ummæli: