28.3.06

Á læknavaktina fór ég...

og þaðan í apótekið. Út kom ég með lyf fyrir nokkra þússara. Aumingja litla skottið mitt að vera svona lasið og að eiga svona pirraða mömmu sem VERÐUR að komast í vinnuna. Er ekki til einhver leikskóli fyrir veik börn? Svona ummönnunardeild? Þangað sem maður kemur bara með þau í hvíldarinnlögn? Gæti verið business i því í þessu lífsgæða-verðaaðvinnaerómissandistreði sem hrjáir íslendinga

Týpískt samt að pabbinn skuli vera rétt floginn af landinu þegar barnið leggst með flensu. Reyndar náði hann nú að vera einn dag veikur heima, en við vildum nú meina að það hafi bara verið til að fá að kúra hjá pabba.

En horfum á björtu hliðarnar, hér eftir fer honum batnandi.

Svo fór ég í foreldraviðtal í dag, og kom bara brosandi út. Greinilegt að prinsinn tekur geðvonskuna út á mömmu sinni eftir kl 17 og hagar sér sérlega vel í leikskólanum. Svo er hann líka á leið á "eldri" deildina.... ÓTRÚLEGT hvað tíminn flýgur hreinlega...

Ég ætti líka að fara að henda mér í rúmið.... sérkennilegt hvað það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar he***** klukkan hringir!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Hadda mín, vona að barninu fari að batna. Þarf endilega kíkja á þig næst þegar ég kem suður, gerist nú svona alltaf annað slagið að ég eigi leið í sollinn þarna suður frá. Á annars ekkert að skreppa norður um páskana? Kveðja, Jóhanna

Hadda sagði...

Nei essskan, það er London um páskana...
Kem samt kannski eu f paska enda ekki komið síðan um jól