30.3.06

ohhhhhhhhhhhhhhh

argggggggggggguhhhhhhhhhhh
hhhhhhuhhuuuhhuhuhuhuhuhua
aaaaarrrrrrrrrrrrrrr
dddddjjeeeeeeeeeeeefilsins.

Mig langar svooooo í föt.

28.3.06

Á læknavaktina fór ég...

og þaðan í apótekið. Út kom ég með lyf fyrir nokkra þússara. Aumingja litla skottið mitt að vera svona lasið og að eiga svona pirraða mömmu sem VERÐUR að komast í vinnuna. Er ekki til einhver leikskóli fyrir veik börn? Svona ummönnunardeild? Þangað sem maður kemur bara með þau í hvíldarinnlögn? Gæti verið business i því í þessu lífsgæða-verðaaðvinnaerómissandistreði sem hrjáir íslendinga

Týpískt samt að pabbinn skuli vera rétt floginn af landinu þegar barnið leggst með flensu. Reyndar náði hann nú að vera einn dag veikur heima, en við vildum nú meina að það hafi bara verið til að fá að kúra hjá pabba.

En horfum á björtu hliðarnar, hér eftir fer honum batnandi.

Svo fór ég í foreldraviðtal í dag, og kom bara brosandi út. Greinilegt að prinsinn tekur geðvonskuna út á mömmu sinni eftir kl 17 og hagar sér sérlega vel í leikskólanum. Svo er hann líka á leið á "eldri" deildina.... ÓTRÚLEGT hvað tíminn flýgur hreinlega...

Ég ætti líka að fara að henda mér í rúmið.... sérkennilegt hvað það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar he***** klukkan hringir!

27.3.06

Kínversku nuddararnir á skólavörðustíg

einhver prófað þá?

Nú er komið að ykkur lesendur góðir

Stúlkan á myndinni vinstra meginn er hún Selma mín. Líkar? Heheheh, helvíti gamall djókur það maður!! ( ég lít út fyrir að vera móðir hennar á myndinni) Stúlkan er einstakur gullmoli og bara fólk sem hefur "stjörnuna" eins og ég, kynnist svona fólki á lífsleiðinni. Alveg satt!!
Bottomlænið með þessu bloggi er hinsvegar að kasta út NEYÐARÓPi til ykkar sem lesið og ég spyr: Er einhver á leið frá RVK til AK á sunnudag og vill þessa stúlku með til yndisauka. MIG langar nebblega svo roooosalega að fá hana í heimsókn til mín... Og ég á það sko alveg skilið:)

SVO ef þið vitið um einhvern (ekki verra ef það er myndarlegur karlmaður á aldrinum 26+ ) þá er algjört möst að þið hafið við okkur mægður samband. Sá hinn sami fær páskaegg frá mér í verðlaun.

takk og bless í bili
DHW í hlíðunum

Kvefaðasta barnið?



Ég held ég eigi kvefaðasta barn veraldar. Þykkt grænt hor, stöðugt rennsli og svo gulur gröftur úr augum.
Meiri viðbjóðurinn... Hinsvegar varð ég fáránlega lasin í gær líka. Eftir að hafa verið með geðveikan hausverk í svona 4 tíma, tók eg mig til og skilaði öllu sem ég hef innbyrgt síðustu daga. Aumingja litli maðurinn varð svo hræddur að hann, skammaði mig fullum hálsi. Svo reyndar hugsaði hann um mig það sem eftir lifði kvölds. Ég man eftir mér þegar hann var að slökkva á sjónvarpinu, breyddi svo ofaná mig sængina og fór sjálfur að sofa...

Annars áttum við ágætishelgi. Eyddum laugardeginum að miklu leyti í Hafnarfirðinum hjá Hrafnhildi og hennar dásamlegu börnum, og gærdagurinn fór í hvíld og veikindi.

Við lasarusarnir kveðjum í bili....
P.s setti myndir á síðuna hans í gær...

24.3.06

Snorri

er ekki alveg að gera góða hluti í Idolinu............. Jesús minn

Föstudagskvöld


og ég er komin heim eftir mikla viku, líkamlega, tilfinningalega og andlega lýjandi...
Búin að skipta í vinnu og er nú orðinn yfirmaður "content" mála hjá d3.... Það leggst vel í mig bara, ekki annað hægt... Maður verður að grípa tækifærin þegar þau hendast í fangið á manni... Líf mitt verður sjálfsagt aldrei neitt sérstaklega klippt og skorið ég er farin að venjast því, enda komin endalaus plön um meira rót og meira líf&fjör...

Svo er ég líka að fara til London í 10 daga, ligga ligga lá........get ekki beðið!

23.3.06

Munur að hafa ljósmyndara í familíunni









Að minnsta kosti til að taka myndir af barninu....

Korter er ekki langur tími


EN þegar um ræðir fyrirlestur á Hótel Loftleiðum á morgun um eitthvað sem ég kann ekki skil á, finnst mér þetta hel**** langur tími.

Kannski tími til kominn að dusta rykið af ræðumanns Íslands töktunum..... OMGAWD

og já semja helvítis kynninguna....

...eftir það kemur svo helgi. Hvað á að gera þá?

22.3.06

Formið er ekkert

Síðastliðin sunnudag, vaknaði ég upp ansi mikið þunn. Illt í hausnum með þurran góm, nettan magaverk, örlitlum skjálfta og veruleg þreyta var það sem við mér blasti... Barnsfaðir minn vildi ekki sjá mig eyða annarri helgi og jafnvel mánudegi í þynnku og talaði mig inná göngutúr um Öskjuhlíðina.

Eftir klukkustunda rökræður um hvað mér væri fyrir bestu, stóð frú Stewartsdóttir úr rekkju og af stað í átt að Perlunni. Ég rétt komst í Sunnubúðina og drakk Kristalinn minn á verulegum hraða. Upp komst ég og þvældist um Öskjuhlíðina í dágóðan tíma, það er skemmst frá því að segja að ég gat vart gengið vegna strengja á ólíklegustu stöðum.

Slíkt er formið - Það er semsagt EKKERT....

Ég er búin að vera á leið í ræktina í dágóðan tíma en einhvernveginn ekki fundið mér tíma... Í dag kom hinsvegar að þessu og í ræktina fór ég.... Það er skemmst frá því að segja að ef ég ætla mér að mæta þangað reglulega VERÐ ég að fá einhver geðlyf.
Þetta er það leiðinlegasta sem ég huxanlega geri. Á 2o mínútum var ég búin að fara í þrjú tæki og var farin að binda snöruna í huganum.

Ef ég fæ mér ekki geðlyf verð ég að amk að fá mér mp3 spilara. Ég veit annars ekki hvernig ég geri þetta.....
Ég fór í Hreyfingu, en þangað fer ég ekki aftur. Ég fékk rass á öxlina á mér og það fannst mér viðbjóður. Ég ætla í Laugar á föstudaginn og muna að taka einhverjar gleðipillur áður.

Held samt að ég taki ræktina fram yfir þynnkuna, djöfulsins viðbjóður er þetta og alveg sama hvað ég drekk lítið....

Jæja, farinn að sofa í hausinn á mér......

Sætastur


Yndislegt strákaskott sem ég á. Gersamlega undursamlegur

21.3.06

mynd

Held i alvörunni að ég færi mig um set, aftur á gamla staðinn BARA til að getað póstað myndum af mér og mínum.
Finnst einhvernveginn eins og heimurinn eigi það skilið

ha?