18.7.13

Lífið í London brátt á enda

Ég var að spá í að blogg um fyrirhugaða ferð okkar til Barcelona og líf og störf okkar þar þennan tíma sem við dveljum þar. Held ég haldi mig bara hér á sama bloggi - nefnilega lúmskt gaman að renna yfir þetta. Nú sit ég hinsvegar í eldhúsinu á Mutrix Road eins og moðsteikt svín - en kann því bara vel eftir 10 ára kuldahroll:) 12 dagar í brottför frá London en þá tekur við sumarfrí á Italíu, tengdaforeldrar mínur leigðu villu í Toscany héraðinu og ætla að smala famelíunni saman, held þau haldi hálfpartinn að við munum ekkert koma aftur - ekki einu sinni í heimsókn. Eftir Ítalíu verður svo flogið beint til Barcelona og þar verðum við amk í ár og sennilega lengur ef okkur líður vel. Ætla sennilega að læsa þessu bloggi en öllum alveg gvuðvelkomið að lesa. Stay tuned...

2 ummæli:

Sara sagði...

Hlakka til að fylgjast með nýjum ævintýrum
kv
Steinunn

Nafnlaus sagði...

ég bíð spennt :)