2.4.04

Pressan

á lokaritgerðina fyrir 10. apríl er orðin ískyggileg, ekki nóg með páskaeggið og rauðvínið, heldur er einnig í húfi dinner með matarklúbbnum Fánar sem ég ku vera meðlimur í..... Klúbburinn var stofnaður 22. september 1998 í tíma í H6 í MA, já svona er ég nú viðbjóðslega minnug á það sem skiptir litlu máli, eða nei annars það eru litli atriðin sem skipta mestu máli í lífinu. Klúbburinn samanstendur af mér, Kjartani Smára og Þóru Pé, einhverntímann var nú tekin ákvörðun um það að makar fengju ekki að vera með fyrr en allir væru lofaðir, en ég held ég verði að beygja mig fyrir þeirri reglu... Get þá jafnvel notað tímann í að finna mér maka eða ekki!! Kannski ég noti tímann og finni maka 10. apríl (eftir matinn)... Þá ætti ég ekki að vera í neinni hættu í prófunum í maí, ég meina ég er búinn að finna hann..á bara eftir að komast að því hvar hann býr:-)

Engin ummæli: