29.9.11

Týpískur fimmtudagsmorgun í Orchardson House

Ég er heilmygluð eftir nóttina sem fór í að snúa sér á hægri og vinstri hlið til skiptis og fæða minnsta manninn Benjamin Míó. Una Barbara er aðeins að tékka tölvuna, Hreiðar Nói farinn í skólann og Adam í vinnuna.

Ég hef ákveðið að byrja að blogga aðeins aftur, skemmtilegt að eiga svona minningar eins og hér á þessu bloggi aftur til ársins 2004! Lofa að tuða og segja gamansögur í bland hahah. Svo er þetta líka fínasta æfing í að skrifa íslensku, aðeins meiri en status update á facebook!

Annars stendur til í dag að fara í hádegisverð með einum af forseta Lomography, hún er stödd hér vegna Raindance festivalsins sem er haldið hér í London 19 árið í röð. Hugsa ég verði að baða mig og jafnvel púðra á mér snoppuna svo hún haldi ekki að ég liggi bara heima að berjast við einhvern sjúkdóm! Jámmm ljótan er alveg að fara með mann hérna.

Allt gott að frétta með vinnuna, við erum á fullu að undirbúa opnun í Manchester, eða ég er s.s ekki á fullu - við erum með starfsfólk í því. Veit ekki hvort ég treysti mér í að ráða inn fólk þar, skil svona 20% sem sagt er. Mjöööög undarleg mállýska þarna...

Djíii þetta var erfiðara en ég hélt, altso að skrifa þessa færslu!


Meira seinna!